Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 25
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ
167
náðarinnar, sem fúslega sé af Guði gefin vegna trúarinnar á
friðþægingarverk Jesú Krists.
Deilan milli Lúthers og kaþólsku kirkjunnar snerist endan-
lega einkum um skírnina. Hugmynd hans var að endurnýja
hina einföldu frumkenningu postulanna, er hann hugði að
kirkjan hefði síðar fallið frá. Sögulega var það Lúther, sem
hafði rangt fyrir sér. Það var kaþólska kirkjan en ekki Lúther,
sem hélt fast við hina upprunalegu kenningu um skírnina. En
trúarlega skoðað var kenning Lúthers réttari, því að hún
gerði það unnt að trúa á stöðuga fyrirgefningu syndanna, er
kæmi frá Guði vegna Krists.
Kaþólska kenningin um skírnina var hér um bil hið eina,
sem sú kirkja hafði varðveitt óbreytt gegnum aldirnar frá
fyrstu tíð. Það var því enn stórt skref burt frá heimsslita-
stefnunni, er Lúther losaði skírnina úr öllum tengslum við
hana, og að þessu leyti verður þá líka skoðun Lúthers á fyrir-
gefningunni frábrugðin skoðun Páls.
Áhrif Lúthers, ný straumhvörf í guðfræðinni.
í trúarboðun Lúthers mátti finna áþekkt sigurhrós og vart
verður í bréfum Páls. En sú fagnaðartilfinning leiddi hugann
burt frá þeirri bölsýni og heimsafneitunarstefnu, sem verið
hafði erfðagóss kristindómsins. Lúther leit ekki svo á, að heims-
afneitun og meinlætalíf væri eðlilegt viðhorf kristindómsins,
heldur lagði hann alla áherzlu á það, að menn eigi að lifa
starfsömu og dygðugu lífi og rækja vel sína jarðnesku köllun
°g þær skyldur, sem náungans kærleikurinn leggi oss á herðar,
vera í einu orði sagt heiðarlegir og ötulir borgarar og vinna
verk sín, hversu lítilfjörleg, sem þau kunna að virðast, eins
°g þau væru þjónusta við sjálfan Guð. Enda þótt hann í orði
kveðnu fylgdi hinni bölsýnu stefnu erfðaguðfræðinnar, hafði
hann samt miklu fremur tilhneigingu til jákvæðrar og bjart-
sýnnar lífsskoðunar og vísar hann að þessu leyti veginn til
þess, sem síðar varð í mótmælendakirkjunni. Lúther taldi að
vísu, að hann sækti kenningu sína mjög til frumkristninnar,
en hann lagði þó ekki megináherzluna á þetta atriði, heldur
hvatti fylgismenn sína til að lesa sjálf guðspjöllin, og gerði
hann þannig Nýja testamentið að æðsta úrskurðarvaldi í trúar-
efnum.