Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 37
SAMTÍNINGUR 179
krossinn og krossa sig. Ég sá mörg börn fara til kirkju með
foreldrum sínum.
Þegar ég fór í hina stórfenglegu Andrevsky-dómkirkju í
Kief kl. 6.30 að kvöldi á föstudegi, var hún troöfull.
En hin opinberu blöð eru þegar farin að láta í ljós ótta við
þessa trúarvakningu, því jafnvel meðlimir æskulýðsfylkingar
kommúnista — framtíðarleiðtogar flokksins — eru farnir að
kvænast í kirkju og láta skíra börn sín. Þess vegna lýsa nú
blöðin á hverjum degi því, hve trúarbrögð séu ill, og halda
því fram, að þau séu leifar hins kapítalistiska arðráns og leiði
til drykkjuskapar og minnkandi iðnaðarframleiðslu — furðuleg
blanda af rökum.
Þessi herferð er farin með fortölum. Ríkisvaldið hefur ekki
bannað trúarbrögðin eins og áður. Það gæti lokað kirkjunum,
en lætur þær þó standa opnar og dafna.
Og jafnframt því, sem blöðin heimta meiri áróður fyrir guð-
leysi, halda þau því þó fram, að ekki megi „móðga“ tilfinn-
ingar hinna trúuðu.
Maður getur varla ímyndað sér, að slíkt hefði getað skeð
á meðan Stalin var og hét.“
★
Magnús Jónsson alþingismaður frá Mel skrifar Víðsjá í sein-
asta hefti af tímaritinu „Stefni“ og segir:
„Þjóðin hefur nú mikla þörf fyrir sterka og áhrifamikla
kirkju og kennimenn, sem ekki eru feimnir eða hika í barátt-
Unni gegn hvers konar siðleysi og ósóma. Ég ætla mér ekki
hér að vega eða meta hæfni íslenzku þjóðkirkjunnar í þessari
baráttu, en mér virðist þó, að hún mætti að skaðlausu vera
ögn einbeittari í kenningum sínum og tregari til sáttfýsi og
umburðarlyndis. Kirkjan hefur mörgum mikilvægum mönnum
á að skipa, en það mun mál margra, að hún mætti gera til
sumra klerka sinna meiri kröfur um fyrirmyndar líferni og
áhuga í kristilegu starfi en nú er gert.“
★
Nú á fljótlega að skipta um fulltrúa kirkjunnar í stjórn
brezka útvarpsins. í sambandi við það eru uppi raddir um,
uð þörf væri á að breyta nokkuð til um „boðun orðsins“ í út-
varpinu, haga flutningnum frekar en verið hefir í þá átt að
uá til þeirra, sem tómlátir eru um trúmál eða jafnvel telja