Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 40
182 KIRKJURITIÐ við Wesley College í Winnipeg og hélt því áfram til 1904. Þá byrjaði ég á guðfræðanámi við prestaskólann lúterska í Chicago, þar sem ég hefi lesið allt til þessa (1909). Snemma hafði ég yndi af bóknámi. Kaus ég helzt það, er ég hugði að mætti verða mér og öðrum að mestu gagni. Brátt skildist mér það, að gáfur, jafnt andlegar sem líkamlegar, geta því aðeins orðið að tilætluðum notum, að þær séu hagnýttar honum til dýrðar, sem gaf þær. Ég hefi leitazt við að full- komna mig svo, að mér mætti verða nokkuð ágengt í því efni. Oft hefir leiðin verið torsótt. En ég hefi líka reynt það, að hjálpin er oft næst, þegar neyðin er stærst.“ Afi sira Sigurðar var Kristófer Andrésson, Guðmunds- sonar í Kasthvammi, Árnasonar, en móðurbróðir hans var Sigurður Jónsson í Heiðarbót, og er frá honum komið merkis- fólk í Þingeyjarsýslu. Ekki er mér kunnugt um það, hvenær sira Sigurður kvæntist, en kona hans var Þorbjörg Metúsalemsdóttir, ættuð úr Þistil- firði. Hún lézt árið 1920, aðeins 28 ára gömul, og mun hjóna- bandið hafa verið skammvinnt. Af því lifir einn sonur, Lúther að nafni. Þorbjörg virðist hafa verið ágæt kona, og minnist sira Jóhann Bjarnason hennar fagurlega í Sameiningunni skömmu eftir lát hennar. Sira Sigurður tregaði hana æfilangt. Fyrst um sinn eftir vígslu sína var sira Sigurður farand- prestur kirkjufélagsins í Norður-Manitoba, en þjónaði síðan söfnuðunum í Churchbridge og Bredenbury í Saskatchewan, en af prestsskap lét hann 1949, eftir fjörutíu ára þjónustu, enda var þá heilsan tekin að bila. Hafði starf hans verið harla erfitt. Allt til hins síðasta ritaði hann talsvert í íslenzku blöðin vestra, voru þau skrif athyglisverð og báru vitni um göfugan alvörumann. Lítinn bækling, er nefnist Vegferö og vinarkveöja, ritaði hann og lét prenta handa vinum og vandamönnum rúmu ári fyrir dauða sinn. Til margra var það hinzta kveðja hans, og hún er yfirlætislaus, fögur og hjartnæm, eins og vænta mátti frá hendi slíks manns. Þó að æfisól góðs manns hverfi undir sjónarröndina, varpar hún jafnan enn um sinn nokkrum bjarma upp á himininn. Slíkan bjarma sjáum við nú yfir gröf þessa aldurhnigna heið- ursmanns. Sn. J.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.