Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 29
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ 171 getur kristnin staðizt slíkt áfall? Er henni þá framar nokkur viðreisnarvon? Eigum vér ekki fremur gegnum þykkt og þunnt að halda fram fullkomnum óskeikulleika Jesú, en að hverfa þannig frá hugmyndinni um guðlega fullkomnun hans? Bæði eg og Jóhannes Weiss tókum nærri okkur, segir Albert Schweitzer enn fremur, að halda fram skoðun, sem við vissum, að mundi verða til ásteytingar í kristninni, en sannleiksástin knúði okkur til þess. Fyrir mér var Jesús enn hinn sami og hann hafði alltaf verið: Ekkert augnablik hefi eg efast um, að hann væri æðsti andlegi leiðtoginn, sem mannkyninu hefði verið gefinn, enda þótt brygðist trú hans á yfirnáttúrlega til- komu guðsríkisins, og vér getum nú ekki trúað á neitt því um líkt. Drottinvald Jesú í trúarefnum er ekki fólgið í því, að hann hefði yfir að ráða þekkingu á náttúrunni eða alheiminum í líkingu við það, sem nútímavísindin hafa. Að þessu leyti stóð hann á líku stigi og samtímamenn hans. Hvað hefði gerzt, ef Jesús hefði að þekkingu verið þó ekki væri nema 2000 árum á undan sínum tíma og boðað sams konar guðsríki og vakir fyrir guðfræði nútímans? Enginn hefði skilið hann, og þannig hefði hann orðið algerlega áhrifalaus. „Sannleikurinn" getur aldrei slitið sig úr tengslum við tímann, hann verður alltaf honum háður. Sérhver ný hugmynd verður að hafa einhver tengsli við það sem eldra er, eigi hún að mæta skilningi. Eins og blómið vex upp af fræinu og þó verður ekki sagt, að það sé sannara en fræið, þannig vex sannleikurinn frá einni öld til annarrar, fyrst fræið og svo blómið. Jesús gerði hugmynd- ina um guðsríkið andlegri með því að leggja hana undir veldi kærleikans. Þannig hóf hann allar hugmyndir gyðingdómsins í hærra veldi. Og ef hugmyndir hans eru enn að bera ávexti í hugum lærisveina hans, þá hefir hann líka sáð til þess. Þannig or guðsríkishugmynd nútímans vissulega einnig frá honum sprottin. Það, að Jesús hlaut eftir hætti síns tíma að hugsa sér komu guðsríkisins með öðrum hætti en vér gerum, varpar engri rýrð á spámannstign hans. Það breytir aðeins að nokkru venju- bundnu viðhorfi til persónu hans. Fyrir áhrif grískrar háspeki tileinkaði kristnin honum snemma á öldum guðlegan óskeikul- teik, sem hann sjálfur gerði aldrei kröfu til. En við slíkar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.