Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 29

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 29
BUSTAÐIR DROTTINS 411 börnum vorum lotningu fyrir því heilaga, og ef böm vor eiga að læra að elska og virða Guðs hús, þá verðum vér líka að sýna þeim, að vér göngum með lotningu og tilbeiðslu í hús Drottins, hvort sem er á helgum degi eða virkum. Það er óum- ræðilega blessunar ríkt að koma úr ysi og þysi borgarlífsins í helga kyrrð kirkjunnar. Já, hversu yndislegir eru bústaðir þín- ir, Drottmn hersveitanna. Hversu gott er að koma þangað á hátíðisstundum, í gleði og í sorg, í sumarleyfi eða í miðju starfi. Ég hefi séð húsmóður á heimleið úr verzlunarferð gera bæn sína í kirkjubekknum með alla pinklana við hlið sér. Og þeir, sem fyrir forvitnis sakir koma í sveitakirkjuna í sumar- leyfinu, geta orðið gagnteknir af helgandi áhrifum þess húss, sem á biðjandi og lofsyngjandi söfnuð. Auðvitað grípa menn til undanbragða og afsakana, þegar hús Drottins á í hlut og þeim er þangað boðið. Áður hljóðuðu afsakanimar á þessa leið, sbr. dæmisöguna um hina miklu kvöldmáltíð: Ég hefi keypt akur, og er mér nauðsyn á að fara og líta á hann. Ég hefi keypt fimm pör akneyta, og fer nú að reyna þau. Ég er ný- giftur, og þess vegna get ég ekki komið. Nú mætti orða þessar afsakanir eitthvað á þessa leið: Ég hefi keypt íbúð og þarf að nota tímann til að dytta að henni. Ég hefi keypt bíl og þarf að fara reyna hann. Ég er nýtrúlof- aður og svo upptekinn, að ég má ekki vera að því að koma. Auðvitað eru þessar og aðrar afsakanir tylliástæður til að hafna boðinu um að kom í hús Drottins. Menn hafa tíma til svo margs nema að koma til messunnar í húsi Drottins. * * * Æ, ég er nú svo óguðleg, sagði kona við mig á dögunum, þegar þessi mál bar á góma. Henni fannst víst líf sitt vera þannig, að hún gæti ekki tekið boðinu og komið í hús Drott- ins. Ég vildi ekki aðeins óska þess, að menn töluðu á þessa leið um sig og líf sitt, heldur vildi ég biðja þess, að menn meintu það í raun og veru, að þeir væru óhæfir til að fara til boðs Drottins. Það er fyrsta skref vor mannanna á braut sam- félagsins með Guði. Hann þarf að kenna oss þá erfiðu lexíu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.