Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 27
Bústaðir Drottins
Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum.
Og er matmálstími var kominn, sendi hann þjón sinn til að
segja þeim, er boðnir voru: Komið, því að allt er þegar tilbúið.
Lúk. 14 - 17.
Fyrir nokkru héldu íslenzku forsetahjónin dýrlega veizlu til
heiðurs Svíakonungi og drottningu hans, og hversu margir af
þeim, sem boðnir voru, skyldu hafa látið sig vanta í veizluna.
Þeir hafa verið næsta fáir. í dag hefir verið boðið til hátíðar
hjá oss. Boðið hefir náð til flestra eða allra, en hversu margir
hafa þekkzt boðið. Sjálfsagt er það ekki verr þegið hér en í mörg-
um öðrum söfnuðum landsins, en hversu mikil forréttindi hafa
oss hlotnazt alveg óverðugum, að vera boðnir í Guðs hús í
dag. Sænskur biskup greinir frá því í hirðisbréfi sínu, hve gagn-
tekinn hann sé yfir þeirri staðreynd, að honum skuli hafa
hlotnazt sú náð að vera tekinn inn í samfélag við Guð í heil-
aðri skírn, og hann skuli vera meðal þess litla brots af mann-
anna börnum, sem hlotnazt hafi slík vegsemd. Og í dag höfum
vér fengið það boð, sem er í beinu framhaldi af ofangreindri
vegsemd, boð um að koma til hátíðar í kirkjunni, húsi Drottins,
boð til dýrlegs fagnaðar með Drottni, boð til heilagrar kvöld-
máltíðar. Erum vér ekki glaðir? Tökum vér ekki boðinu fegins
hendi? Getum vér ekki hrifizt af þeirri náð Drottins, sem oss
er sýnd? Höfundur sálmsins, sem vér sungum hér í upphafi,
var einmitt gagntekinn af kærleika Guðs, þegar hann kom í
helgidóm Drottins:
Indælan, blíðan, blessaðan, fríðan
bústaðinn þinn,
Drottinn minn, þrá eg, þar kýs að fá eg
þrátt komið inn.