Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 13
C N
PISTL4R
v _______y
„En jafnvel í toitíð
sveif hugur eins hátt..."
Ráðstjómarmáninn er nýjasta afrek vísindanna, sem vakið
hefir athygli og aðdáun um allan heim. Nú virðist senn kom-
ið að geimferðum. í byrjun þessarar aldar sátu íslenzk börn
i kjöltu ömmu sinnar við hlóðirnar, og hlustuðu hugfangin á
ævintýri. Sáu undrasýnir í handarkrika hennar eins og kallað
var. Nú lifum vér það, sem engum datt þá í hug að taka trú-
anlegt: Sjáum gegnum holt og hæðir, heyrum mál manna í öðr-
um heimsálfum, fljúgum hvert á land, sem vera vill, sópum
heyinu í hlöður álíka fyrirhafnarlítið og þegar Sæunn kerling
1 Odda rak hrífuskaftið í sátuna og sagði: „Heim í garð til
Sæmundar.“ Og senn skoðum vér kannske hallirnar „austan við
sól og sunnan við mána.“
Retta eru stórkostlegar og gleðilegar tækniframfarir, hvað
sem líður öllum uggnum um, að menn misnoti þessi yfirráð
Sln yfir náttúruöflunum, snúi þeim upp í svartagaldur, fram-
leiði vetnisprengjur, sem leggi mestan hluta heimsins í rústir
°g eyði þar öllu lífi. Sjálfsagt er að treysta því, að slíkt sjálfs-
morð hendi ekki mannkynið.
Undarlegt er, þegar á því bryddir að sumir telji vísindaaf-
afrekin sönnun fyrir kenningum efnishyggjunnar og dægurtil-
veru mannanna. Hér er samt um eingöngu andleg afrek að
ræða. Steinar hvorki tala né skapa nývirki nema í óeiginlegri
merkingu. En vér sjáum daglega dæmi þess, hve hugvitið er
snjallt og kraftur þessi mikill, og hvað mennirnir komast langt
sakir sinna andlegu hæfileika, ef þeir beita því, sem þeir eiga
til. Það er lýðum Ijóst, að eftir síðari heimsstyrjöldina hafa ótal