Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 46
428 KXBKJUBITXÐ menn til umhugsunar um málið og stofnaði til félagsskapar, sem berjast skyldi fyrir afnámi þessarar stéttaskiptingar. Sá félagsskapur hefir fengið miklu áorkað, en þó segir í bókinni „Social Weílfare in India“, að enn séu Harijans einangraðir og ofsóttir víða í sveitaþorpum og sé erfitt að útrýma þeim vansa, sem búið sé að gera að eins konar trúaratriði. Einna erfiðast hefir reynzt að fá þorpsbúa til að leyfa Harijans að- gang að vatnsbólunum, og þar sem víða er ekki nema einn brunnur i þorpi, geta menn sagt sér sjálfir, hver áhrif þetta hefir á Ihreinlæti og heilsufar. „Það er ekki alltaf, að Harijans séu svo heppnir að hitta við brunninn góða víðsýna Hindúakonu af æðri stétt, sem vill draga vatn úr brunninum fyrir þá“, segir í fyrmefndri bók. Félagsskapurinn, sem Gandhi stofnaði, hefir látið grafa marga bmnna handa Harijans, en samt er fjarri því, að þeim sé alls staðar tryggður aðgangur að heilnæmu vatni, heldur verða þeir að notast við óhreint og mengað vatn úr pollum og síkjum. Af rösklega 51 milljón Harijans, sem skráðir voru í Indlandi árið 1951, starfa röskar 37 milljónir við landbúnað, án þess að eiga sjálfir jarðnæði, og hefir þeim verið haldið sem hálfgerðum þrælum hjá stærri landeig- endum. Ríkisstjómin reynir að útbreiða þekkingu meðal þeirra og vekja þá til vitundar um, að stjómarskrá lýðveldisins tryggi þeim sama rétt og öðrum borgurum, en landeigendur berjast aftur á móti gegn bættum kjörum þessa fólks. Er það sagt daglegt brauð, að landeigendur hreki Harijans, sem ekki vilja sætta sig við þessi eymdarkjör, imdir einhverju yfirskyni af jarðarskikunum, sem þeir hafa haft til ræktunar, kynslóð fram af kynslóð. En ríkisstjórnin ætlar ungu fólki af ættstofnum Harijans sér- staka námsstyrki og stuðlar að því, að það komizt umfram marga aðra i þjónustu hins opinbera. Með því er unnið markvisst að því, að má úr vitund annarra stétta þá andúð, sem Herijans hafa mætt um aldir og er nú talið, að i borgunum gæti hennar naumast lengur. Dag einn vorum við hjónin á ferð í leigubifreið í Delhi. Bílstjórinn var glaðlegur og skrafhreifinn Hindúi, sem spurði okkur og fræddi til skiptis. Allt í einu segir hann: „Hvenrar trúar eruð þið? Við sögðumst vera kristin. Hann vildi fá nánari skýringu — vorum við kaþólsk, Me- þódistar eða tilheyrðum .við ensku kirkjunni? Við neituðum öllu þessu, kváðumst vera Lúterstrúar. Þann sértrúarflokk hafi hann aldrei heyrt nefndan, en bætti svo góðlátíega við: Það gerir annars ekkert til. Eg segi nú alltaf, að það sem máli skipti sé það, að menn reyni að vera almennilegir hver við annan.“ í stjómarskrá indverska lýðveldisins, sem tók gildi þann 26. janúar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.