Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 32
414
KIRKJURITIÐ
í messunni í kirkjunni og vera boðinn til kvöldmáltíðarborðs-
ins. Hér er því sagt við oss alla: Komið, því að allt er þegar
tilbúið, komið til kvöldmáltíðar Drottins. Allt annað hverfur
í skuggann, þegar vér hugsum um Guð og gjafir hans, sem hér
veitast oss, og því getum vér tekið undir með sálmaskáldinu
og sagt:
Heimsdrottna að vitja heimboðs og sitja
háborð við mitt,
einskis það met eg mót því, ef get eg
musteri þitt
fengið að sækja. Þótt sæti eg þar neðst,
sit eg þér nærri, minn Drottinn, og gleðst.
í Jesú nafni. Amen.
Magnús Guðmundsson,
SETBERGI.
Regnboginn er bros sálnanna á himni til hughreystingar hryggum sál-
um á jörðinni. — Zaraþústra.
* * *
Þegar ég fer í gröfina, get ég sagt eins og ýmsir aðrir: „Ég hefi lokið
dagsverkinu." Hitt get ég ekki sagt: „Ég hefi lokið lífi mínu.“ Ég byrja
á nýju dagsverki að morgni. Gröfin er ekki blindgata. Hún er þjóðvegur,
sem rökkrið lokar að baki, en morgunroðinn opnar framundan. — V. Hugo.
* :jí *
Henry Norris Russel prófessor við Princetonháskóla í Bandaríkjunum
hélt eitt sinn sem oftar fyrirlestur um stjömufræði. Að erindinu loknu,
spurði kona nokkur: „Sé jörðin okkar svona lítil, en alheimurinn svona
stór, getum við þá vænzt þess, að Guð láti sig okkur mennina nokkru
skipta?“ „Svarið við því, frú mín góð,“ svaraði prófessorinn,“ fer alveg
eftir því, hve þér hugsið yður að Guð sé mikill."
* * *
í augum guðsins Takota táknar þráin eftir Guði og ilmur blómsins eitt
og hið sama. — Gauguin.