Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 16

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 16
S98 KIRKJURITIÐ kristileg vandamál sín, eða mestu umhugsunarefni, jafnvel fyr- irspurnir um trúfræðiefni eða kirkjuleg framkvæmdaratriði. Og annað þar fram eftir götunum. Auðvitað yrði ekki unnt að birta löng bréf, heldur aðeins smákafla úr þeim, eins og gert er í mörgum blöðum og tímaritum. En þetta gæti samt komið að liði á ýmissan veg. Hitt er svo annað mál, að hver maður gerir bezt sína kirkju- legu skyldu og eflir kristnina fegurst með því, að vera einn af máttarstólpum safnaðar síns, hver sem hann er, og hvar sem hann á heima. Kvenpiestai. Kirkjulegir leiðtogar í Svíþjóð hafa lagzt á móti því, að kon- ur fái að gerast prestar þar í landi. Ég skil ekki þessa íhalds- semi og ætla, að hún væri óhugsandi hérlendis. Mér finnst það hlálegt, að nokkur skuli bera Pál postula fyrir því, að konur megi ekki prédika, sakir þess að hann víkur að því í einu bréfi, eflaust að gefnu tilefni, að konur skuli þegja á safnaðarsam- komum. Eins og allar aðstæður séu ekki breyttar síðan. Og eins og Páli hafi einu sinni dottið það sjálfum í hug að hann væri að kveða hér upp nokkurn allsherjar og eilífðardóm. Hann var of vitur maður til að gera annað eins gat. Og ætti að taka þetta svona bókstaflega, skilst mér, að konur megi ekki heldur syngja í kirkjum, — ekki er það lægra en að tala. Svo mætti Hka snúa málinu við og segja, að Páll hafi ekki bannað þeim að gera prestsverk utan kirkju. Nei, þetta er ekki til annars fallið en að gera gys að því. Hitt er annað mál, að konur eru alveg eins og karlmenn misfallnar til prestsverka. Enginn vafi á, að sumar þeirra geta orðið fyrirmyndar prestar. Minna má t. d. á Ólafíu Jóhannsdóttur og Ingibjörgu Ólafsson. Báðar voru af- burða vel máli farnar, og ritfærar í bezta lagi. Og þær unnu lengi við ágætan orðstír og landinu til sóma að kristilegum störf- um erlendis. Ég vona, að einhverjar konur bjóðist sem fyrst til prestsstarfa á íslandi. Er þess viss, að ekki verður þeim þá neitað um vígslu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.