Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 35
AFREKSVERK UNNIÐ
417
í seinni tíð verið samin a. m. k. ein bók, auk fjölda ritgerða, og mikið
deilt. Hún er þó að ég held ekki torráðin í höfuðatriðum, þeim sem þekkja
alls konar hljómfall í kirkjulegri tónlist.
Svo kom fyrir atvik á jólunum 1947, sem varð til þess, að löngu gleymt
atvik rifjaðist upp, og ég tók til við þýðingu Jobsbókar. Unnur, konan
mín, gaf mér Biblíuna, og blessuð veri hún fyrir þá gjöf. Án hennar hefði
engin þýðing orðið til.
Þá lagði ég tónlistina á hilluna og byrjaði umsvifalaust á kvæðinu í
kap. 3 — en strandaði undireins í 8. versi á orðunum: Þeir, sem leiknir eru
í því, að egna Levíatan. — Hver var Levíatan, og hvers kyns íþrótt var
það að egna hann?
Þá fékk ég ensku Biblíuna, RV frá 1885, og þýddi eftir henni og skýr-
ingarritum eftir þá Peake og Driver. Þau lánaði Snæbjöm Jónsson mér,
sá bókvísi gáfumaður. Árangurinn varð handrit, sem Landsbókasafnið
geymir, og prentuð bók, sem út kom 1951, á vegum Isafoldarprentsmiðju.
Hvort teggja nefni ég Fyrstu gerð. Um útkomu ritsins gátu: Snæbjöm
Jónsson rithöfundur, Sigurbjöm Einarsson prófessor og dr. Valdimar Ey-
lands. Þessa menn þekkti ég, og voru ummæli þeirra mjög svo vinsamleg.
Auk þeirra skrifuðu eiginlega ritdóma: dr. Richard Beck, síra Benjamín
Kristjánsson og Steindór Steindórsson rithöfundur. Dómar þeirra vom
mjög góðir, og engan þessara manna þekkti ég. Við alla þessa menn stend
eg í ákaflega mikilli þakkarskuld. Að vísu sé ég nú, mörgum ámm síðar,
að þeir hafa talað betur um þessa fmmsmíð mína en hún átti skilið. En
þeir gerðu annað, sem betra var: Þeir juku sjálfstraust mitt — en áður
hafði ég lítið af því.
Þremur vikum eftir útkomu ritsins sagði forstjóri ísafoldarprentsmiðju
mér, að foriagið væri búið að fá sitt, og hafði orð á endurprentun. Bókin
var þó ekki uppseld, enda var upplagið miklu stærra en ég áleit hæfilegt.
Þessi ráðagerð, sem aldrei náði lengra, varð mér þó nýtt happ. Ég sagði:
„Gott og vel, en ég þarf að endurskoða þýðinguna.“ Og sem betur fer
befir þessi endurskoðun staðið yfir í mörg ár.
Fyrst varð mér ljóst, að þýðing eftir þýðingu annarrar þjóðar er næsta
lítils virði. Henni má líkja við sögu, sem gengur frá manni til mauns.
Hún fjariægist uppmna sinn við hverja túlkun.
Eg taldi mér þess vegna nauðsynlegt að Iæra hebresku — og það til
þeirrar hlítar, að ég gæti þýtt Jobsbók eftir sjálfum Massóratextanum. í
fyrsta lagi var það til þess að geta af eigin dómgreind valið milli hinna
fjölmörgu 'leshátta, því að meiri háttar vafaatriði Jobsbókar skipta tug-
Um en mumi háttar skipta hundmðum. í öðm Iagi til þess að sjá með eig-
27