Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 25
SKÝHSLA UM SUMARBUÐIR 407 starfi sínu, og á staðnum ríkti andi samvinnu og velvilja. Það kom í ljós, að mjög vel fer á því að sameina hin ýmsu áhugamál unglinga og flétta þannig saman nám, leiki og störf. Vonandi er, að framhald geti orðið á þessu mikils verða starfi kirkjunnar. Bragi FriSriksson. Þakkir. í nafni Þjóðkirkju íslands flyt eg beztu þakkir öllum þeim, er unnu sumarbúðastarfið að Löngumýri vel og giftusamlega. Var þegar auðsætt, að hér var um hugsjónarmál að ræða. Sérstaklega vil ég þakka séra Braga Friðríkssyni og Ingibjörgu Jóhannsdóttur, forstöðukonu, fagurt og merki- legt brautryðjandastarf. Ásmundur Guðmundsson. fjtgráfa Itiblmnnar flutt heim Nýlega kom í bókaverzlanir Ihin nýja Biblía, sem Hið íslenzka Biblíu- félag hefir gefið út. Verður þetta að teljast merkisviðburður í sögu Bibíufélagsins og útgáfu Biblíunnar hér á landi. Sú var tíðin, að íslendingar önnuðust sjálfir Biblíuútgáfur sínar, og voru 3 fyrstu útgáfur Biblíunnar prentaðar að Hólum í Hjaltadal. Guð- brands Biblía 1584, Þorláks Biblía 1644 og Steins Biblía 1728. Síðan fluttist útgáfa Biblíunnar til Kaupmannahafnar og kom hún þar út tvisvar árið 1747 og 1813. Hið íslenzka Biblíufélag var stofnað 1815 og er elzta starfandi félag hór á landi. Árið 1841 réðst félagið í útgáfu allrar Biblíunnar, og var sú útgáfa prentuð í Viðey, en áður hafði félagið gefið út Nýja Testa- mentið. Árið 1859 var Viðeyjarútgáfan endurprentuð á kostnað félagsins °g þá prentuð í Reykjavík í prentverki Einars Þórðarsonar. Var það hin vandaðasta útgáfa, og voru Apokrýfu bækur Gamla Testamentisins prent- aðar þar með. Síðan hefir Brezka og erlenda Biblíufélagið kostað útgáfu íslenzku Bibliunnar, þó að Hið íslenzka Biblíufélag hafi lagt fram fé til þýðinga og endurskoðunar Biblíunnar á ýmsum tímum, t. d. í sambandi við út- gáfumar frá 1866, 1908 og 1912. Síðan 1912 hefir þýðingin ekki verið

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.