Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Síða 10

Muninn - 01.11.2002, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER MUNINN Paradísarmissir „Ég hef fundið sannleikann og það land þar sem hann býr [...]. Það er að vísu allmikils vert. En nú skiptir mestu máli að reisa við aftur þennan vall- argarð” mælti Steinar í Hlíðum eftir að hafa yfirgefið heimili sitt og fjölskyldu á íslandi, gerst vinur Danakonungs, hald- ið til Evrópu og þaðan til Utah í Bandaríkjum Norður-Amer- íku, gerst mormóni og fundið sannleikann. Þegar hann kom aftur heim var honum til mik- illar furðu enginn bær þar sem bærinn hans hafði áður staðið. Túnið hans var orðið að beitar- haga fyrir ókunnugt fé, dóttir hans hafði verið svívirt og vall- argarðurinn sem hann hafði alla tíð dundað sér við að byggja upp var hruninn. Þá skildi hann loksins þá sáraein- földu staðreynd að paradísin sem hann hafði leitað að út um allan heim var á staðnum sem hann yfirgaf. Með þessum orðum sló Hall- dór Kiljan Laxness botninn í Paradísarheimt og opinberaði uppgjör sitt við fortíð sína og glataðar hugsjónir. Af sögunni má hæglega ráða eftirsjá höf- undar vegna stuðnings síns við Sovétríki Stalíns og frægðar- ferða sinna um heiminn meðan hann hefði getað verið heima og „ræktað garðinn sinn” í stað þess að leita að sannleikanum uppi um fjöll og firnindi. Nú má segja að íslenska þjóðin standi í sömu sporum og Steinar í Hlíðum rétt áður en hann steig á skipsfjöl og hélt til Danaveldis. Okkur hefur verið talin trú um að allir verði ham- ingjusamir og þurfi aldrei að hafa áhyggjur af neinu ef við bara yfirgefum vallargarðinn okkar. Vallargarðinn sem við reistum og byggðum upp í sameiningu á 20. öldinni, sam- félag sem byggir á hugmynd- um um réttlæti, lýðræði og jöfnuð, velferðarkerfið og op- inberar stofnanir sem sjá um að veita öllum landsmönnum þjónustu á jafnréttisgrundvelli. Einkavæðing er nú til dags almennt talin svo heilbrigð að fæstir þora að vera á móti henni. Davíðsæskan heldur því statt og stöðugt fram að einka- væðingu fylgi hagkvæmari rekstur og betri og afkastameiri þjónusta. Ekki þarf að leita langt til þess að ónýta þessa fá- ránlegu röksemdafærslu: Eftir að Póstinum var breytt í hluta- félag fækkuðu stjórnarmenn hans störfum á landsbyggðinni. Jú, vissulega skilar það hag- kvæmari rekstri en það felur líka í sér verri þjónustu við fólk á landsbyggðinni og er þjóð- inni ekki á nokkum hátt til hagsbóta. Var ástæðan fyrir því að íslenska þjóðin byggði upp opinbera póstþjónustu annars ekki sú, að við vildum póst- þjónustu sem þjónaði öllum landsmönnum óháð aldri, efna- hag og búsetu? Einkavæðing opinberrar þjónustu er ekki bara óréttlát heldur grefur hún líka undan búsetu á lands- byggðinni auk þess sem hún er hrein vanvirðing við störf fyrri kynslóða, kynslóðanna sem byggðu upp ísland eins og það er í dag, kynslóðanna sem reistu vallargarðinn okkar og bjuggust við því að afkomend- ur þeirra myndu með stolti og þakklæti halda honum traustum og myndarlegum. En við ís- lendingar áttum okkur ekki á því hvaða verðmæti við erum með í höndunum og virðumst vera tilbúnir að fórna öllu sem þessar kynslóðir hafa byggt upp fyrir okkur vegna þess að einhver jakkafataklæddur sjálf- stæðismaður birtist á skjánum og telur okkur trú um að nú beri að einkavæða og að grasið sé miklu grænna hinum megin. Við íslendingar erum ekki þeir fyrstu sem róa á þessi mið. Þetta hefur viðgengist í mörg- um Evrópulöndum og oft hafa afleiðingarnar orðið hryllilegar. Til dæmis stendur alþýða manna og öreigalýður valtari fótum en nokkru sinni fyrr í mörgum Austur-Evrópuríkjum og víða er fólk farið að kjósa sér leiðtoga úr röðum sósíalista á nýjan leik. En það er því mið- ur of seint. Fólkið, sem trúði því að einkavæðingin myndi rífa allt upp úr rústum gamla sovétkerfisins, áttar sig nú fyrst á því að ekkert hefur breyst. Það eru bara komnir nýir kúg- arar. Auðjöfrar, alþjóðlegir fjárfestar og mafían hafa leyst flokksgæðinga kommúnista- flokkanna af hólmi og alþýðan situr uppi jafn snauð og áður með nánast gagnslausan kosn- ingarétt. Austur-Evrópubúar stóðu í svipuðum sporum og íslenska þjóðin stendur í núna fyrir rúm- lega tíu árum. Spumingin var: „A að einkavæða?” og svarið var: „Já auðvitað!” En svo fór allt öðmvísi en á horfðist. Ef Austur-Evrópubúar hefðu staldrað örlítið við og velt fyrir sér spurningunni: „Gæti þróun verið hagkvæmari lausn fyrir þjóðina en einkavæðing?”, er ég viss um að ástandið þar væri eðlilegra en það er nú. Hefðu þeir bara hlaðið ofan á vallar- garðinn sinn í stað þess að yfir- gefa hann. Ef við íslendingar ákveðum að einkavæða, yfirgefum við það kerfi sem fyrri kynslóðir byggðu upp til þess að skapa börnum sínum betri heim og spilum hreint út sagt fjárhættu- spil með framtíð barna okkar. Við vitum einfaldlega ekki hvort einkavæðing mun koma sér vel fyrir komandi kynslóðir. Við vitum hins vegar að hún hefur gefist illa í öðmm lönd- um og stuðlað að ójöfnuði. Af- staða mín er sú sama og afstaða þorra þjóðarinnar var fyrir 60 árum: Ég vil að börnin mín alist upp í samfélagi sem trygg- ir öllum jafna möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu og að ná markmiðum sínum. Grunnurinn hefur verið lagður og nú er það okkar að bæta steinum í hleðsluna. Halldór Laxness er langt frá því að vera sá eini sem hefur skrifað um þá áráttu mannsins að leita langt yfir skammt. Hún hefur verið þekkt frá því á fornöld og margir frægir menn hafa minnt á hana í tímans rás. Voltaire og Steingrímur Thor- steinsson eru góð dæmi en Steingrímur orti þessa vísu: Þér finnst allt best sem fjærst er þér finnst allt verst sem næst er en þarflaust hygg ég þó að leita lengst í álfum vort lán býr í oss sjálfum í vorum reit ef vit er nóg Nú þegar við íslendingar stöndum á bryggjunni og bíð- um brottfarar ættum við að staldra við og hugsa til Steinars í Hlíðum því að einn daginn gætum við vaknað upp við vondan draum og komist að því að túnin okkar væru orðin að bithaga fyrir ókunnugt fé og vallargarðurinn hruninn. Ólafur Haukur / • > V Snyrtio°r ’ Jíajnarsirœíi. s: 462 7SS0 Zont HArsnyrtistofa STRANDGÖTU 9 • SÍMl 461 4700 © Gullsmiðir Sigtryggur & Pétur sf. Brekkugötu 5 - Sími 462 3524 - Fax 461 1325 - Box 153 602 Akureyri - Kt. 560269-1619 - Vsk. 3243 88 SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.