Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.2002, Side 15

Muninn - 01.11.2002, Side 15
MUNINN_______________________________________FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 15 TONLIST Saga Radiohead Það var árið 1982 sem Thom Yor- ke, aðeins 14 ára að aldri, spurði Colin Greenwood hvort hann vildi stofna hljómsveit með sér og Ed O’Brien. Phil Selway kom til með að spila á trommur og bróðir Colins, Jonathan Greenwood, vildi líka vera með. Hljómsveitin spilaði í fyrsta sinn á Jericho’s Tavern í heimabæ sínum og nokkrum árum síðar, árið 1987 í Oxford. Þá hétu þeir On a Friday en hljómsveitin var einmitt stofnuð á föstudegi. Fyrsta demóið þeirra var gert 1991, bekkjarbróðir Thoms og Colins fór með demóið til Courtyard Studios og þeim leist ágætlega á þetta demó, það var allt voðalega staðlað en eitt lag, númer 15, stóð upp úr að þeirra mati. Þetta var eitt- hvað nýtt, eitthvað öðruvísi. Sex mánuðum síðar gáfu þeir út nýtt demó í sama stíl og 15. lagið. Þetta leist þeim hjá Courtyard Studios vel á, nú var sveitin komin með per- sónuleika. Næsta demó var kallað The Man- ic Hedgehog Demo og í kjölfar þess buðust þeim aðrir tónleikar á Jer- icho’s Tavern. On a Friday byrjuðu að spila oftar, fjölmargir útgefendur fengu áhuga og það endaði með að EMI bauð þeim plötusamning. On a Friday fengu góða dóma fyr- ir tónleika en einnig var í dómunum var minnst á nafnið á hljómsveitinni sem var í besta falli ágætt. Þeir ákváðu að skipta nafninu út fyrir tit- il lags á plötu Talking Heads, True Stories sem hét Radio Head. Frumraun þeirra var fjögurra laga plata sem hét Drill EP og kom út í mars 1992. Lagið Prove Yourself náði 101. sæti breska smáskífulist- ✓ ans. A upptöku næstu smáskífu voru lögin Inside My Head og Lurgee. Hvorki Radiohead né upptökustjór- unum fannst Inside My Head vera neitt rosalegt lag, en Parlophone valdi það á næstu smáskífu sveitar- ✓ innar. A þeim eina degi sem þeir fengu til að taka upp smáskífuna byrjuðu Radiohead að spila lag upp úr engu. Þegar lagið var búið sögðu upptökustjórarnir að þetta nýja lag væri betra en þau sem átti að taka upp. Parlophone fannst lagið svo gott að þeir ákváðu að gera breið- skífu með Radiohead. Pablo Honey Pablo Honey var tilbúinn á þrem- ur vikum. Creep var gefið út á smá- skífu í september 1992, en Pablo Honey átti að gefa út árið eftir. Creep varð ekkert vinsælt, nokkrir góðir dómar, náði lítilli spilun og komst aðeins í 78. sæti breska smá- skífulistans. Síðar breiddist orðróm- urinn út og smáskífan náði 34. sæti á bandaríska smáskífulistanum, en Pablo Honey fékk gullplötuna. Einu ári eftir útgáfu Creep var gefin út endurgerð af laginu í Bretlandi, sem náði 7. sæti smáskífulistans. ✓ Alagið á Radiohead við gerð næstu plötu varð allt of mikið fyrir þá félaga, þannig að þeir ákváðu að ferðast um Asíu á tónleikaferðalagi. Það fékk þá til að slaka á og skilja hvað þeir voru að gera. Þeir snéru aftur til Bretlands og kláruðu plöt- una á mettíma. The Bends The Bends var gefin út 1995, og þeir voru búnir að sanna að þeir væru meira en one hit wonder. Fimmta smáskífan, Street Spirit, var gefin út 18 mánuðum eftir The Bends og lagið komst á Topp 10 á Bretlandi. Ok Computer Radiohead bað Nigel Godrich að smíða og manna handa þeim hand- helt stúdíó. Þeir byrjuðu að skrifa Ok Computer árið 1996 og í septem- ber sama ár fóru þeir með handhelda stúdíóið í St. Catherine’s Court, sem er höll í Bath á Englandi. Þar tóku þeir upp Ok Computer, langt frá há- vaða stórborganna. Þeir tóku upp í mismunandi her- bergjum hallarinnar sem gerði upp- tökurnar skrítnari og auðveldari. Radiohead spilaði í danssalnum meðan Nigel Godrich tók upp á bókasafninu og Thom Yorke söng Exit Music (for a film) í kulda stein- byggðu forstofunnar. Platan var næstum því tilbúin jólin 1996. Þeir kláruðu svo og mixuðu plötuna í janúar og febrúar 1997. Ok Comput- er var gefin út í júní 1997 og fékk mörg verðlaun, m.a. Grammy-verð- launin. Eftirvæntingarnar voru miklar þegar Radiohead tók sér frí áður en þeir byrjuðu á næstu breiðskífu, Kid A. Kid A Fjórða breiðskífan, Kid A, kom út 2. október 2000 og sló í gegn. Kid A náði fyrsta sæti bandaríska breið- skífulistans og færði Radiohead Grammy-verðlaunin. Hljómsveitin sneri aftur í stúdíóið og kláraði 5. breiðskífuna, Amnesiac, í nóvember 2000. Hún kom út 4. júní 2001. Upptökum á 6. breiðskífu Radi- ohead er lokið og er hún væntanleg á næsta ári. Undirritaður bíður spenntur... Ari Marteinsson

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.