Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 5

Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 5
Vígslulýsingarrœða séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Heilagt orð segir: Eins liefi ég beöiö Drottin, paö eitt þrái ég: aö ég fái aö dveljast í húsi Drottins alla œvidaga mína, til þess aö fá að skoöa yndisleik Drottins, sökkva mér niöur í hug- leiöingar í musteri hans. Sálm. 27, 4. Þrá mannanna er með ýmsu móti. En hér er lýst hinni helg- Ustu þrá — aö fá að vera meö Drottni, ekki aðeins nokkur augnablik, heldur alla œvidaga vora. Hér á ekki að vera um skyndiheimsókn að ræða, heldur beinist þrá vor að því, að vér fáum aö dveljast í húsi Drottins. Þetta er hið innilega samfélag, að vér séum handgengin Guði °g eigum því ævi alla heilagar stundir, svo að vér finnum hvað í þessum orðum felst: „Guðs hjarta heyrist slá, í hjarta mínu þá býr fró og friður.“ Hvílík hátíð, er vér fáum að skoða yndisleik Drottins, er vér uiegum í sælum friði sökkva oss niður í hugleiðingar í musteri hans. Ég þakka Guði fyrir hverja þá stund, er ég hefi fengið að sökkva mér niður í hugleiðingar í húsi Drottins. Guö vill gefa oss slíka stund í dag. Vér skulum þakka Guði fyrir þá kapítula i sögu þjóðar vorr- a*\ er segja frá hinum heilögu stundum, er bænin með lofgjörð- arhljómi steig upp frá titrandi hjarta. Heill öllum þeim, er hlýtt hafa hinni hvetjandi áminningu: nLátið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið °g áminnið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum fjóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.“ Þetta orð hefir búið hjá oss um aldaraðir. Guðs orð hefir verið flutt börnum þjóðarinnar í gleði og í sorg, og það orð er satt, sem blasir við oss, greypt gullnu letri hér á prédikunar- stólnum: „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Sökkvum oss niður í hugleiðingar í musteri Drottins. Hugs- Urn um þá, sem hafa flutt mönnunum boðskap frá Guði. Minn- urnst kynslóðanna, sem hafa tekið á móti lífsins orði og íklæðzt hrafti frá hæðum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.