Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 8

Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 8
246 KIRKJURITID sagðar, ljóð flutt og helg fræði yfir höfð. Faðir minn var og er vakandi áhugamaður, einlægur og trúr sonur kirkjunnar. Hann vakti mér menntaþrá og kom mér af stað út á námsbrautina. Oft sat ég við hlið hans í meðhjálparasætinu í Langholtskirkju og fann djúpt bergmál í huga mér af orðum hans, er hann flutti bænina: Drottinn, ég er kominn í þitt heilaga hús til að lofa þig og ákalla. Lífið á marga hljóma. Mestu varðar, hvernig fyrsti tónninn er stilltur. Þetta, sem ég hef hér vikið að, er grundvöllur trúar- lífs míns og trúarafstöðu. Kirkjan varð mér þegar í bernsku stór og helgur veruleiki. Ég er alinn upp við gamalgróna alþýðu- guðrækni og hafði ótvíræð kynni af áhrifum hennar, þeim styrk og hugarfarsrækt, sem hún veitti. Þessi bernskumótun reyndist sterkari öðrum áhrifum, sem síðar létu til sín taka og stefndu hug mínum til annarra átta, og mér er ljóst, að þau réðu úr- slitum um lífsstefnu og æfistarf, þótt ég megi og muna og þakka annað fleira ómetanlegt, sem góðir menn lögðu til þess. Ég lærði undir skóla hjá Helga Lárussyni á Kirkjubæjar- klaustri, og hjá fermingarföður mínum, séra Birni O. Björns- syni, þá í Ásum, og minnist beggja þessara ljúfu mannkosta- manna með djúpri virðingu og þökk. Ekki hefði mér verið unnt að þreyta menntaskólanám til lykta, ef ég hefði ekki notið að móðursystur minnar, Júlíu Sig- urbergsdóttur, og vina hennar, hjónanna Kristinar Sigurðar- dóttur og Helga Helgasonar verzlunarstjóra. Vetrartíma dvald- ist ég í húsi hjónanna Margrétar Þorvarðardóttur og Júlíusar kaupmanns Árnasonar. Meðal annarrar blessunar, sem ég naut á því göfuga heimili, voru kynni mín við Sigurð Pálsson, þá guð- fræðistúdent. Leiðir okkar lágu aftur saman að Mosfelli í Grímsnesi, en þar las ég undir stúdentspróf hjá séra Guðmundi prófasti Einarssyni, stórbrotnum öðlingi. Á einverustund uppi á Mosfelli eitt síðsumarskvöld varð mér ljóst, að bernsku- draumur minn um það að gerast prestur, átti að rætast. Til náms míns erlendis studdi mig tengdafaðir minn, Þorkell Magnússon, af fremur rýrum efnum sínum en því meiri dreng- skap. Þau 4 ár, sem ég dvaldist að námi við háskólann í upp- sölum, veittu mér útsýn, sem ég bý að alla tíð. Það voru mikil umskipti að fara beint frá háskólanámi til prestsþjónustu á Skógarströnd. En þau voru mér holl. Ég vildi

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.