Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 11

Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 11
KIRKJURITIÐ 249 frelsi, því að mannssálin er þannig stillt af skapara hennar og föður, að fagnaðarerindi Krists megi snerta alla dýpstu strengi hennar. Sá, sem breytir fagnandi eftir því sjálfum sér trúr, er frjáls, og undirstöðu lífs hans verður hvergi haggað, eins og Kristur boðar í niðurlagi Fjallræðunnar. Vér viljum setja sannleikann hátt í trausti þess, að sann- leikurinn gjöri oss frjálsa. En sannleikurinn er Kristur sjálf- ur: Kenning hans, líf, kærleiksfórn, dauði, upprisa. Oss þykir mikils vert um merkið, sem Lúter reisti í Worms í nafni hans. Það er ekki sægur trúfræðirita né erfikenningar, sem eiga að hafa úrskurðarvaldið um trú vora, líf og breytni, heldur aðeins Jesús Kristur. Samvizku mannsins upplýstri af anda Krists ber úrskurðarvaldið. Þannig er kirkjudeild vor grundvölluð á sam- vizkufrelsinu. Vér viljum treysta því, kæri bróðir, að þú munir gerast leið- togi vor íslendinga í þeim anda og fetir þannig í fótspor beztu biskupa vorra og haldir stefnunni í nafni Jesú Krists, kennir fagnaðarerindi hans, hið hreina og fullkomna Guðs orð, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og i anda vorrar evangelisk-lútersku kirkju, er þú einnig hézt fyrir fullum tuttugu árum, þegar vér lögðum yfir þig hendur við prestsvígslu þína. Vér biðjum þér blessunar í baráttu fyrir frelsi kirkju vorr- ar og að þú megir jafnan reynast trúr sannleilkanum, að þú ákallir Guð í hverjum vanda líkt og sjáarinn Samúel forðum: Tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir. Heyrir og hlýðir. Vér óskum þér þess, að þú öðlist þá náð að leiða þjóð vora á vegi kristilegrar siðmenningar, sannleiks og varðveizlu á frelsisarfi feðra vorra og mæðra kynslóð af kynslóð, svo að hún sé og verði Guðs þjóð og kirkja vor skipi með heiðri sæti sitt meðal kirkna þjóðanna, því að til frelsis kallaði Kristur oss. Kærleikurinn er annað einkenni kirkjunnar. Hún er móðir vor. Um það varðar mestu. Já, öllu. Kærleikurinn til Guðs og rnanna er að dómi Jesú uppfylling lögmálsins. Og Páll postuli hefur svo lofgerðaróð sinn um kærleikann: Þótt eg talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði eg hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.