Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ
253
jaðri stórrar borgar og glímdi í huganum við áhyggju-
samlegt einkamál, og djúpt í vitund minni ómuðu orðin:
Jafnvel hárin á höfði yðar eru öll talin. Og þá sé ég lít-
inn maur, sem hafði villzt út á brautarteininn og skreið
eftir honum og hraðlestin var að koma. Brot úr mínútu
og litla dýrið var kramið, horfið. Hver gætti þess? Hvar
var miskunnin? Og hvað var ég, áhorfandinn að þessari
hendingu, hvað var ég? Var ég ekki annar blindinginn
frá, fetandi braut út í bláinn, meiningarlausa blindgötu,
og marinn á næsta augnabliki undir einhverju hinna
mörgu hjóla, sem snúast í járnkaldri vélasamstæðu al-
heimsins?
Er tilveran miskunnsöm? Svörin eru tvíbent. Ég skil
það vel. Þau eru tvíbent, ef hlustað er á hina mörgu óm-
stríðu tóna af strengjum mannshjartans. Þau eru það, ef
hlustað er eftir vitnisburði trúarbragða og spekinga.
Menn hafa lotið mörgum drottnum, tignað marga guði.
Hver voru þau máttarvöld, sem maðurinn nálgaðist í
ogglausu trausti á það, að þau væru alls kostar miskunn-
söm? Ég þekki þau ekki. Vitringar hafa brotið heilann
Um lífsgátuna, tilverurökin. Hverjar eru þær niðurstöður
þeirra, sem hníga eindregið á þá sveif, að tilveran sé
miskunnsöm í eðli sínu? Ég þekki þær ekki.
En hér talar einn, sem gengur út frá því, að miskunn-
semi sé sá grunntónn í barmi altilverunnar, að vér séum
þá og því aðeins í samræmi við eðli hennar, ef vér erum
miskunnsamir.
Orð guðspjallsins hljóma sem boðorð. En þau eru fyrst-
og fremst boðskapur. Hvað tjóar að segja þér, hvernig
þú eigir að vera, nema þér sé sagt um leið og fyrst, hver
séu rökin í grunni þeirrar tilveru, sem þú ert hluti af?
Hér talar Jesús frá Nazaret. Og hann segir blátt áfram:
Vertu líkur Guði, föður þínum. Hvernig? Þú færð ekki
líkzt honum að valdi né viti. En þú getur líkzt honum
um atferli í einni grein, þú getur verið miskunnsamur í
líkingu við hann, þú getur líkzt honum að hjartalagi. Og