Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 18
256
KIRKJURITIÐ
orð eru mikilvæg. En þá fyrst fullgild, þegar þau verða
athöfn, hold. Og orðið varð hold, orðið um Guðs misk-
unn, líkn hans sjálf. Og það orð er Jesús Kristur. Hann
er armur Guðs opinber, hann er lófinn hlýi, sem snertir
þig í hrollsvölu húmi svo, að þú veizt, að þú ert ekki
einn. Hann er röddin, sem ávarpar þig á tvísýnu eða vega-
lausu hjarni og segir: Þér er óhætt, þér er borgið, treystu
mér. Vér trúum á Guðs miskunn, af því að vér höfum
mætt henni, notið hennar, þegið hana. Þessi miskunn
hans er vilji, hjálparvilji. Hún er ekki sveigjanleiki sam-
sinnungsins, heldur festa, trúfesti föðurins heilaga, mark-
vísi þeirrar náðar, sem ber þig og alla tilveru á krossi
skapandi líknar sinnar gegn öllu, til sigurs yfir öllu, sem
er grimmt og dimmt. Hann er óbilgjarn í miskunn sinni.
Það er öryggi þitt. Hann hvikar ekki frá þeim lögum,
sem gilda í ríki hans, ríki miskunnseminnar. Hann gefur
þér ríkið til þess að þú eigir það, lifir því, sigrist af því
nú og til eilífðar.
Og þess vegna spyr Jesús — boðun hans verður alltaf
spurning, bein og óbein: Er þetta þér satt? Að öðrum
kosti ertu blindur, blindur í sjálfs sök, blindur á annarra
sakir. Þetta er bjálkinn í auga þér. Hræsnari! Þú játar
ekki trúna á miskunn Guðs með vörum, heldur hjarta
og lífi. Guð vill heldur sýkna en dæma, gefa en taka,
þjóna en drottna, fórna en ábatast? Þannig skiptir hann
við þig. En þú? Er Guð og miskunn hans þér sá veru-
leiki, að hann geti ekki aðeins lyft þér yfir þá raun, sem
að kann að steðja af atvikanna völdum, heldur líka sigr-
að hverja beiska hugsun um aðra menn? Hefir sú upp-
gjöf eigin saka, sem þér er boðin í Kristi, hlýjað þér um
hjartarætur, að þú fyrirgefir öðrum á sama veg? Annars
er hún raunverulega ómark í augum þínum. Ef þú tekur
fyrir kverkar samþjóni þínum vegna smárrar skuldar
hans við þig, þá hefirðu hafnað uppgjöf eigin skuldar,
mælir þig undan lögum miskunnarinnar, gerir hana ómark,
strikar hana út úr tilveru þinni. Vér erum ekki fullnuma,