Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 22
260 KIRKJURITIÐ ætla, að héðan af yrði mikil breyting til batnaðar í þessum efn- um, og að kirkjur vorar verði senn miklu fagurskreyttari og ríkari af dýrum listaverkum en áður. Senn líður ef til vill að því, að í þeim standi fagrar líkneskjur, svo sem í kirkjum Róm- ar, eða veggir þaktir málverkum af frásögnum heilagrar Ritn- ingar eins og í Vébjargakirkju. Þetta er sannarlega æskilegt, en fleiri en einn hængur er samt á því, að það rætist jafn skjótt og skyldi, komi ekki eitthvað nýtt til sögunnar. Nefna vil ég tvo höfuðannmarkana. Hinn fyrri er sá, að listamenn vorir virðast fæstir hafa nokkurn verulegan áhuga á þessum verk- efnum, hvort sem það stafar eingöngu af tíðarandanum eða eihnverju fleira. Þó eru til nokkrir fagrir kirkjugripir frá þess- ari öld eftir Kjarval, Guðmund Thorsteinsson, Ríkarð Jónsson, W. Beckmann, frú Unni Ólafsdóttur og frú Sigrúnu Jónsdóttur, svo eitthvað sé nefnt. Að því ógleymdu, hvað trú Einars Jóns- sonar lýsir sér í mörgum verkum hans. En fátækt safnaðanna til listaverkakaupa veldur ekki minna. Þeim er fullerfitt enn sem komið er að reisa sæmilegar kirkjur og halda þeim við, þótt ekki sé neinu verulegu kostað til skreytingar þeirra. Styrk- ur til kirkna er, eins og menn vita, af ákaflega skornum skammti af hálfu þess opinbera. Eru þetta þó hús, sem ekki eingöngu eru almenningseign, heldur eiga, eins og nú er komið bygging- arlist, að geta staðið marga mannsaldra. Ætti því bygging þeirra ekki að hvíla á herðum einnar kynslóðar. En hvað um það, ég vildi benda hér á, að eina ráðið, sem ég sé til þess að kirkjunnar almennt eignist listaverk í nánustu framtíð, er það, að sjálfir listamennirnir ryðji brautina og gefi söfnuð- unum kost á að geyma eða eignast verk sín með hægu móti. En hví skyldu þeir gera það? Auðvitað ekki af öðru en fórn- fýsi og löngun til að gleðja hugi alinna og óborinna og lyfta þeim. Og votta þannig Guði þakklæti sitt og lof fyrir sínar miklu náðargáfur. Það yrði líka eflaust til að ryðja brautina fyrir því, að efnaðir áhugamenn og safnaðarfélög gengjust fyrir kaupum á æ fleiri listaverkum, bæði í þær kirkjur, sem eitthvað væru að þeim búnar, og hinar, er enn stæðu auðar. Það gæti með tímanum orðið listamönnunum til mikils ávinnings. En mestur hagur mundi þeim að því vera, að kosta sér til við að gera þessi verk Guði til dýrðar. Af því — ef svo mætti að orði kveða — hafa margir meistarar orðið stórmeistarar um aldirnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.