Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 23
KIRKJURITIÐ
261
Sparifé gamla fólksins.
Nú er sú kynslóð að verða gömul, ganga úr leik og setjast
út í horn, sem miðaldra menn og þaðan af yngri eiga mest
opp að unna. Kynslóðin, sem vann lokasigurinn í sjálfstæðis-
baráttunni, hóf nýsköpun atvinnuveganna og ruddi þægind-
unum brautina. Margt af þessu fólki kostaði óhemju miklu til
þess að skapa oss börnum sínum betri og bjartari framtíð.
Ekki erfiði sitt eitt, heldur mest af aflafé sínu lagði það í lófa
framtímans. En flestir spöruðu þó meira og minna saman sem
sjúkdómstrygging og ellistyrk. Allir vita, hvernig beinar og
óbeinar gengisfellingar síðustu áratuga hafa gert krónur þessa
fólks að fimmeyringum. Undarlegt, hve fáir hafa samt um það
talað, furðulegast þó að löggjafarnir skuli hafa haft brjóst til
þess. Óskaplegur óréttur hefir verið framinn þarna að mínum
dómi, og minnst af honum verður bætt héðan af. Samt er enn
unnt að bjarga nokkru við í þessum efnum, og það ætti sann-
arlega að gerast tafarlaust. Til þess eru áreiðanlega ráð, án
þess að gengið sé á annarra rétt né ausið fé í óverðuga. Ef
hvorki vantar skilninginn né viljann, munu hinir vísu löggjafar
hafa þau í hendi sér. Hitt er bæði ómaklegt og ábyrgðarhluti
að launa því fólki, sem hér á kröfuna og réttinn, erfiði sitt og
þjóðhollustu með því að brenna eigur þess í eldi verðbólgunnar,
— og koma þeim sumum á vonarvöl, sem sízt hafa til þess
unnið.
Hér mætti í ýmsum tilfellum nú á dögum heimfæra orð Þor-
steins Gíslasonar, sem hann kvað um móðurina:
Að hossi þér gæfan, en hún eigi bágt,
er hróplegust synd móti skaparans lögum.
Iþróttir séra Hallgríms Péturssonar.
Vinur minn, Guðmundur Jósafatsson í Austurhlíð, ræðir í
bréfi um það, sem þegar er leiðrétt, að Magnús á Heiði orti
vísuna: Þótt ég sökkvi o. s. frv. Vísar í því sambandi til Guð-
uiundar fróða í Hvammi (d. 1913), sem róið hafði með Magn-
úsi, þegar vísan varð til. En í sambandi við þetta getur bréf-
fitarinn annars skemmtilegs atriðis, og kemur hér sá kafli:
..... Guðmundur gerði sér mjög tíðrætt um andlegt og lík-
amlegt atgjörvi Magnúsar. Því síðarnefnda til sönnunar sagði