Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 25

Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 25
KIUKJURITIÐ 263 nú til að læra íþróttina og á dögum Hallgríms. Það sést líka vel, að þar var ekki um almenningseign að ræða, fyrst þessir langminnugu menn, Guðmundur og Símon, þekktu aðeins þrjú dæmi um, að hún væri leikin um bæði héruðin — Húnavatns- og Hegranesþing. Það sannar og, að Ólafur Davíðsson þekkir íþróttina ekki (þ. e. hið snjalla heiti hennar), að ekki hefir hún verið skrásett oft, sízt ýtarleg lýsing hennar, m. ö. o. hún hlýtur að hafa verið mjög sjaldgæft fyrirbæri. Þetta sýnir, að hana hafa ekki aðrir reynt en afburðamenn. En því tekur Hallgrímur það fram, að hann hafi „steypt klukku um vetur“? Mér sýnist tvennt til: Hið fyrra er, að hann hafi ekki freistað þessa nema hann hefði snjó til að koma ofan í, sem mér þykir ótrúlegt. Hitt þykir mér sennilegra, að slíkt var vald hans á íþróttinni, að hann lék hana á freðinni jörð. Hið síðara, sem ég vildi benda á úr kviðlingi Hallgríms, er, að hann lék sér að því að „járna rumbu-tetur“ (skr. „rimbu“ útg. 1890). íþróttin „að járna rumbu“ hét „að járna pertu“ hér á Norðurlandi. En hún hét „að járna rumbu“, þegar mamma var að alast upp við Hvalfjörðinn og í Kjósinni (1871—1891). Þessi íþrótt krafðist ótrúlegs fimleiks og snarræðis, og náðu því mjög fáir. Af núlifandi mönnum veit ég engan, sem lék þetta, nema Sigurjón Jóhannsson í Hólum, og veizt þú vel, að hann var langt yfir meðallag að fimleik og snarræði. Ég sá aðeins einn mann leika þetta, Andrés Gíslason frá Eyvindarstöðum, en hann var lengst yfir fjöldann hafinn að fimleik, þeirra, er ég kynntist á unglingsárum mínum. Hafi því Hallgrímur „járn- að pertu“ — sem ég verð síðastur manna til að efa —, nægir það eitt til að sanna fimleik hans. Það, hve margt hann reyndi af íþróttum, sýnir og, hversu þrunginn hann hefir verið af orku °S fjöri — hreinni lífsgleði. Ég held, að við höfum misst sjónar á þessum þætti í fari hans, skáldið og spekingurinn hefir skyggt á íþróttamanninn '— gleðimanninn. Ég veit vel, að það hefði enzt honum skammt til langlífis. En ekki get ég neitað því, að ég hefi gaman af að skyggnast eftir öllum þessum mönnum í einum og sama snillingnum. ...“ Ég þakka bréfritaranum þáttinn. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.