Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 27
KIIÍKJUIUTIÐ
265
Nýguðfræðin, öðru nafni frjálslynda guðfræðin, hafnaði þess-
ari játningu. Ritschl, einn af femstu brautryðjendum hennar á
síðastliðinni öld (1822—1889), taldi þessar játningar byggðar
á heims'peki, en vitað er, að þær eru ekki annað en viðleitni til
þess að halda því, sem Ritningin segir um Krist. Ritschl taldi
Jesúm mann, að vísu fylltan af Guði, mann, er opinberaði Guð
og kæmi oss að sama haldi og Guð og mætti því nefnast Guð.
Nýguðfræðin á íslandi hóf göngu sína um aldamótin og má
segja, að fylgjendur hennar væru Ritschlsinnar. Henni hefir
verið gefið nafnið aldamótaguðfræði, og felst í því orði, að hún
sé nú orðin úrelt eða í afturför. Því er jafnvel stundum haldið
fram, að hún sé dauð. Það á þó ekki alls kostar við um nýguð-
fræðina á íslandi. Hér er enn margt frjálslyndra nýguðfræð-
inga, sem halda merki nýguðfræðinnar á lofti, bæði í prédikun
og félagsstarfi. Það hefir jafnvel verið mynduð „liðsveit frjáls-
lyndrar guðfræði“. Hitt er annað mál, að frjálslynda guðfræðin,
nýguðfræðin, hefir misst forystuna í guðfræðiheiminum. Þar
hafa aðrar stefnur tekið við, t. d. Lundarguðfræðin og Barth-
stefnan. Hér á landi sést það m. a. af því, að kennslubókin í
trúfræði við Háskólann er eftir Gústaf Aulén, einn helzta for-
vígismann Lundarguðfræðinnar. Hefir bókin verið kennd hátt
á þriðja áratug og mætti nú fara að víkja fyrir öðru betra.
Hér skal minnzt á tvær aðrar kennslubækur í trúfræði, sem
notaðar hafa verið við Háskólann á þessari öld. Sú fyrri heitir
Livsforstaaelse (1915), eftir F. C. Krarup, dr. theol., en hin síð-
ari Christian Theology in Outline (1927), eftir William Adams
Brown, Ph. D., D.D. Þriðja bókin heitir Den almánneliga kristna
tron, eftir Gustaf Aulén (byrjað var með 3. útg. frá 1931). Tvær
fyrri bækurnar fylgja Ritschl-stefnunni, en sú þriðja auðvitað
Lundarstefnunni.
#
Krarup var einhver helzti lærisveinn Ritschls í Danmörku,
en fór þó í ýmsu aðrar brautir en meistarinn. Bók haps er trú-
fræði, þótt hann gefi henni ekki það nafn. Hann er ekki Biblíu-
guðfræðingur, en leggur þó upp úr sögulegri opinberun eins og
Ritschl. Telur hann, að gömul guðfræði byggi á eigin hugmynd-
um um eðli og persónu Krists, en nú beri að kynnast honum af
guðspjöllunum, setja sig inn í sálarlíf hans og skilja hann þann-