Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 28
266
KIRKJURITIÐ
ig. Kenningin um guðlegt og mannlegt eðli Krists eins og kirkj-
an hefir framsett hana í játningum sínum, hvíli á heimspeki,
metafysik.
í 52. kafla bókarinnar ræðir hann um guðdóm Krists. Þar
segir: „Maður, sem Guð hefir nálgazt oss í með fullkomnum
hætti, svo að vér höfum hann með öllu eins og hann er: það
er það, sem Jesús er oss.“ Með þessu er auðvitað ekki átt við,
að Jesús sé Guð. Sést það bezt af framhaldinu „Vér viljum ekki
nefna hann guðmanninn, því að þar er áherzlan lögð á hið guð-
dómlega sem forsenduna (udgangspunktet) fyrir ákvörðun veru
hans. Vér getum frekar nefnt hann hinn góðdómlega mann. Mann,
með því er sagt, að það er um mannlíf hans, sem leið vor ligg-
ur til guðdóms hans einvörðungu." Sannleikurinn er sá, að leið-
in að guðdómi Krists er ekki neðan að, sálfræðileg athugun á
fögru mannlífi. „Menneskelivets fulde sandhed er Udgangs-
punktet," segir Krarup. Það er gengið út frá því, að Kristur var
sannur maður. En framhaldið er ekki, að Guð gerðist maður,
heldur er það guðdómlegur maður. Hvað gerir Krarup við vitn-
isburð Krists um sjálfan sig? Hann segir: „Jesús hefir með-
vitund um sig sem son Guðs sem guðdómlegan: það er sem sagt
forsenda vor.“ Hvernig stenzt nú þetta, að gengið er út frá sann-
leika mannlífsins og meðvitund Jesú um sjálfan sig sem son
Guðs? Með því að draga úr hinu síðara, útskýra það með orð-
inu guðdómlegur, en ekki eins og Tómas: „Drottinn minn og
Guð minn.“
Svo spyr Krarup: „Hvernig eigum vér nú að dæma um þessa
guðvitund? Er hún hugsanleg?“ Vitundina um að vera „guð-
legur“ nefnir hann guðvitund. En kirkjan á hér við pwðvitund,
vitund um að vera Guð, ekkert minna. Síðan bendir Krarup á
mynd Jesú í guðspöllunum og spyr: „Er það ekki mynd, sem
ber á sér einkenni raunveruleikans ? Og er það ekki ósvikin
heilbrigð sálgerð (Karakter) ? Því munu allir svara játandi, því
að vér finnum tengsl við þessa mynd, skiljum hana, þrátt fyrir
tign hennar.“ Krarup á við, að það sé ekki óðs manns æði að
kalla sig guðdómlegan, það sé ekki annað en það, sem vér get-
um sjálfir að einhverju leyti.
Svo bendir hann á tvennt við mynd Jesú í guðspjöllunum,
sem sýna tengslin milli Jesú og vor (þ. e. venjulegra manna):
1) „að hve hátt sem Jesús stendur og hve myndug sem orð