Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 29

Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 29
K.IRK.JUIUTIÐ 267 hans og verk eru, er honum þó þungamiðja lífs hans og starfs aldrei í sjálfum honum, heldur alltaf utan við hann, í föðurn- um.“ 2) „Þenslan, sem sýnir sig í sambandinu milli hans og Guðs á himnum allan starfsferil Jesú?“, þ. e. a. s. óróleikinn, sem gengur jafnvel svo langt, að hann hrópar á krossinum: „Guð minn, Guð minn, því hefir þú yfirgefið mig.“ Þetta tvennt á að sýna, hve líkt sé á komið með Jesú og venju- legum manni. Báðir séu háðir Guði, og báðir eigi misjafnlega örugga trú á Guð. En hvernig fær Jesús þá trúað, að hann sé guðdómlegur? Það telur Krarup byggjast á hinu siðferðilega: syndleysi Jesú; auðmýkt hans og sjálfsfórn séu undirstaðan. Þetta sé það, sem veiti honum rétt til að telja sig guðdómlegan. Smbr. Jóhs. 8, 44; Matt. 11, 27nn og Jóhs. 10,17. „Það er alveg greinilegt,“ segir Krarup, „af þessum stöðum, að Jesús telur vera innri tengsl milli hinnar fullkomnu skyldurækni, sem á sér stað í sjálfsfórn- inni, og hinnar fullkomnu hvíldar í Guði, sem fram kemur í sælukenndinni." Þetta er Ritschl-stefnan: Guðdómur Jesú, ekki sá að vera sameðlis Föðurnum frá eilífð (eins og kirkjan kenn- ir réttilega út frá Ritningunni), heldur kærleikslíf sömu teg- undar og Guðs. Hér kemur mismunurinn fram: annars vegar „sannur Guð af sönnum Guði“, hins vegar guðdómlegur maður. Svo bætist það við, að allt, sem sagt verður um Krist, skuli vera unnt að heimfæra upp á söfnuðinn; ella væri sálarlíf hans ekki skiljanlegt. Þess vegna segir Krarup: „Er þetta annað í hinu stóra en það, sem vér fáum að reyna daglega í hinu smáa ?. Það er einnig vor reynsla í lífi voru, að síngirnin gerir menn einmana og óánægða því meir sem hún er iðkuð. — Og hins vegar finnum vér, að það er ekkert, sem lyftir oss fremur og fyllir oss sannari og hreinni gleði en það að geta fórnað sér fyrir aðra, fyrir mikið málefni." Guðdómurinn, sem hér er átt við, er ekki sá, sem kirkjan játar: „Guð af Guði, sannur Guð af sönnum Guði.“ Heldur er þetta skáldskapur um fagra hugsjón, góðan mann, guðinnblás- inn. Sagan af Jesú er svo gerð að rannsóknarefni, Jesús frá Nazaret rannsakaður frá sálfræðilegu sjónarmiði. Ritschl vildi nota nafnið Guð um hann, en þar eð hann átti ekki við veru

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.