Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 38

Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 38
Séra Jóhann Kr. Briem fyrr sóknarprestur á Melstað. Hann lézt í sjúkrahúsi í Reykjavík 8. júní síðastlið- inn eftir alllanga legu. En veill að heilsu hafði hann verið um nokkur undanfar- in ár. Jóhann Kristján hét hann fullu nafni, fæddur í Hruna í Árnessýslu 3. des. 1882. Foreldrar hans voru séra Steindór Briem og kona hans, Kamilla Sigríður Pét- ursdóttir Hall. Faðir séra Steindórs var séra Jóhann Kristján Briem prófastur í Hruna Gunnlaugsson, sýslu- manns á Grund i Eyjafirði, er fyrstur tók upp Briems- nafnið og er því ættfaðir Briems-ættar, sem nú er fjölmenn orðin, langt fram Séra Jóliann Kr. Briem. yfir það, sem ættarnafnið segir til. Má geta þess, að þau systkin Tryggvi bankastjóri Gunnarsson og Kristjana, móðir Hannesar Hafsteins, voru dótturbörn Gunnlaugs sýslumanns. Séra Jóhann lauk stúdentsprófi 1903 og embættisprófi frá prestaskólanum 1907, hvorutveggja með fyrstu einkunn. Næstu fimm ár var hann kennari við barna- og unglingaskóla á Eyrar- bakka. En 27. júní 1912 var honum veitt Melstaðarprestakall í Miðfirði, samkvæmt kosningu safnaðar, og vígður var hann 28. sama mánaðar. Þjónaði hann því prestakalli í 42 ár eða þar til hann fékk lausn frá embætti og fluttist til Reykja- víkur vorið 1954. Á fyrsta prestsskaparári sínu, 5. október 1912, kvæntist sera

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.