Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 41
Séra Þorsteinn Björnsson fríkirkjuprestur fimmtugur. Hann varð fimmtugur 1. júlí s. 1. Hafnfirðingur að ætt. Fyrst aðstoð- arprestur séra Sveins Guðmunds- sonar í Árnesi 1936, síðar sóknar- prestur þar. Flutti í Sandapresta- kall í Dýrafirði 1942. Kosinn prestur fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík í ársbyrjun 1950.—- Séra Þorsteinn er maður ljúflynd- ur og vinsæll — einhver mesti tón- maður, er um getur. Þorsteinn Matthíasson segir um hann í grein í Morgunblaðinu: „ . . . Það er ástæðulaust að hafa mörg orð um mannkosti og starfs- hæfni séra Þorsteins Björnssonar. Hann er svo víða þekktur, og öllum, sem af honum hafa kynni, er þetta ljóst. Það er sama, hvort hann flytur mál sitt í lítilli sveitakirkju norður við yzta haf eða í rúmgóðum sölum höfuðborgarinnar, hann á ætíð jafn greiðan aðgang að hugarheimi þess, sem á hann hlýðir. Mörgum mun minnisstætt að heyra hann tala máli þeirra, sem skákað hefir verið til hliðar á taflborði lífsins, það fólk, sem flestum finnst svo sáralítið um að segja. Hann finnur kjarnann, þótt hann sé hulinn fátæklegum flíkum. I Árnesi kynntist Þorsteinn konu sinni, Sigurrós Torfadóttur frá Ófeigsfirði. Það voru bjartir vordagar, er þau hófu sam- starf sitt heima í Árnesi og enn er bjartur dagur í samlífi þeirra. Og nú leikur glöð æska kringum þau, 8 börnin þeirra, 7 syn- °g 1 dóttir. Þorsteinn er gæfumaður, hann lifir starfssömu lífi, gerir allt Vel og margt með ágætum. og hann hefir ekki staðið einn, broshýra, bjarteyga konan, sem hreif hug hans á Ströndum norður, hefir reynzt sterkur og heill lífsförunautur. Heimili Þeirra og börn segja þar sína sögu.“

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.