Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 42
Guðfrœðileg sannindi.
Vitrænn máttur, sem birtist í manninum og gjörir hann að
trúar- og siðgæðisveru, er frumeigind tilverunnar. Bezt kemur
þetta í ljós hjá hinum sannvitrustu og beztu mönnum eins og
Jesú Kristi, sem guðspjallamaðurinn Jóhannes nefnir ímynd
Guðs veru. Menn hafa eigi skilið þetta fyllilega, og hafa því
orðið deilur um Jesúm og hjálpræðisstarf hans. Tilveran og
alheimur í heild er því einstaklingsvera með eigin æðra vit-
undar- og viljalífi, Guð. Vitundarlíf Guðs spennir yfir hið
smæsta sem hið stærsta og skapar æðri einingu og samræmi,
þrátt fyrir þær ýmsu misfellur, sem vér menn teljum oss hér
greina á um, en vér eigum að sjálfsögðu mjög erfitt með að
skilja og greina tilveru almennt til hlítar, vegna eigin takmark-
ana og ófullkomleika.
Vér greinum þó tilveru eigi aðeins í brotum skynheims vors,
heldur og að meira og minna leyti í heild í rökvísri hugsun
vorri, tilfinningum, trúarlífi og siðgæðislífi. Guð er einstakl-
ingurinn æðsti og mesti og stórveldið æðsta og mesta, sem inni-
bindur í sér hina ýmsu fjölmörgu heima með þeirra óendan-
legu fjölbreytni og möguleikum. Guðsmynd manna má því
eigi verða of mannleg, og þeir mega eigi týna Guði í efnis-
heiminum, tilveran verður þeim þá svo að segja óskiljanleg
og fjandsamleg. Vér greinum eigi aðeins hinn ytri heim, heldur
og það, sem skaðar oss og batar í ýmsum skilningi efnahags-
lega og andlega. Líf vort stefnir að æðri þroska og hamingju
í alhliða þróun í gegnum erfiðleika og þjáningu. Vit vort og
aðrar góðar eigindir þroskast í þessari reynslu, og vér lærum
að greina gott frá illu og rétt frá röngu.
En Guð leggur oss líkn með þrautum á ótal vegu umfram
það, sem vér ófullkomnir menn fáum skynjað eða greint. Guðs
æðri himneski náðarandi nálgast oss frá æðstu dýrðarheim-
kynnum lífs og ljóss, léttir lífsstríðið og lyftir oss duftinu fra
til æðri heimkynna.