Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 43

Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 43
KIRKJU RITIÐ 281 Söguleg opinberun spámanna Guðs og Jesú Krists hraðar mjög trúar- og siðferðislegri þróun mannkynsins. Eðli þessara heilögu opinberuðu sanninda kemur ljóslega fram í þessum orðum Jesú: „Verið því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn." Fullkomnir geta menn að sjálfsögðu eigi orðið allt í einu, en þeim ber af fremsta megni að helga sig Guði og æðri lífs- hugsjónum og stefna markvíst að því að fullkomnast í öllu góðu samkvæmt Guðs heilaga kærleiksvilja. Hinar guðlegu hug- sjónir og sannindi eru ekki aðeins himneskt leiðarljós á vegum manna í andlegum skilningi, heldur og innri skapandi náðar- máttur í sál þeirra, sem lyftir þeim duftinu frá til æðri heim- kynna lífs og ljóss. Jesús sagði því: „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Jesús sagði og: „Orðin, sem ég hefi talað við yður, eru andi og líf.“ Guðfræðilegum sannindum ber mönnurn því að sýna hina fyllstu hollustu og ræktarsemi og móta allt sitt líf sem bezt í anda þeirra. Kristilegt, bróðurlegt kærleiksþel á að samtengja mannkyn allt og bróðurleg samvinna að æðri þroska og siðferðilegu tak- marki. Mannlífið er af guðlegum uppruna og guðlegs eðlis með ffiðra heilögu takmarki. Það á að vera mönnum heilagt, og þeir mega eigi óvirða það með einhliða og ljótum lýsingum og slæmum dómur um það, sem geta tíðum verið harla rangir og sf illum toga spunnir. Létt og góðleg kímni og fyndni með sið- ferðilega alvöru að baki getur hins vegar oft verið heppileg til að benda á misfellur. Mönnum ber að leggja sig alla fram til þess að fegra mannlífið og göfga það. Mönnum ber að forð- ast alla hvatvísi og hleypidóma, en ástunda í hvívetna alhliða dómgreind og sem fyllsta réttsýni og rétt mat á mönnum og ^eálefnum, til þess að sérhver maður fái sem bezt uppeldi og menntun og starf við sitt hæfi, og verði sem beztur maður og Þegn síns þjóðfélags og mannfélagsins yfirleitt. Eigi má van- meta hin veigaminni störf, en vanda þarf sem bezt val manna r hin áhrifaríkustu og þýðingarmestu störf. í hinu bróðurlega samstarfi að heilögu takmarki mannlífsins til æðra lífs og fullkomnunar munu menn hljóta blessun Guðs og sanna far- sæld hér í lífi og annars heims. Finnbogi Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.