Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 50
288
KIRKJURITIÐ
Séra Billy Graliam hefur nú mikinn huga á því að koma sér upp
útvarpsstöð nálægt heimili sínu í Suður-Carolina. Er ætlunin sú, að
útvarpa fyrst og fremst ræðum hans og svo ýmsum öðrum erind-
um andleg mál.
Eitt er svo harðsótt, að sjaldan tekst nema einum manni eða svo
að komast svo langt með hverri kynslóð: Að læra hin mestu vísindi
en biðja þó sem lítið barn.
Rabbe Mendel.
Ég bið þess ekki heitast að vera lærður, ríkur, frægur, voldugur
eða jafnvel góður, heldur geislandi persónuleiki. Mig langar til að
geisla af heilbrigði, gleði, rólyndi, kjarki, góðsemi. Mig langar til að
lifa án haturs, duttlunga, afbrýði, öfundar, ótta. Mig langar til að vera
bláttáfram, heiðvirður, einiægur, náttúrlegur, hreinn á sál og líkama.
Eg vil geta viðurkennt hiklaust, að ég viti ekki það, sem ég veit ekki,
og umgangast alla menn iíkt og jafningja mína. Mæta öllum and-
blæstri og erfiðleikum ótrauður og æðrulaust. Ég vil líka unna öllum
allrar gæfu og gengis. Þess vegna bið ég þess, að ég blandi mér aldrei
í, né láti til mín taka, eða segi fyrir um, þau mál, sem menn æskja
ekki, að ég hafi afskipti af. Né neyði ég aðstoð minni upp á einn eða
neinn. Ég kýs heldur að hjálpa öðrum með því að styðja þá til að
hjálpa sér sjálfir. Og geti ég lyft eða göfgað, kýs ég að gera það með
fyrirdæmi mínu, en ekki með beinum afskiptum né valdboði.
Elbert Hubbard.
t-------------------------------------------------N
KIKKJURITIU
Tímarit gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári.
Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Árnason.
Árganguriim kostar 60 krónur.
Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavík.
V..
Simi 14776.
Pxentsmiðjan Leiítur
j