Kirkjuritið - 01.02.1963, Page 6
52
KIRKJURITIÐ
— Það er langt þangað,
sem ég þarf að komast,
endalaus ganga
um annarlega slóð,
ferðin heim
inn í lijörtu mannanna.
Og þó svo ég talaði
tungum engla“.
Þetta segir skáldið um sín, um mannleg orð.
Hvað um lians, sveinsins, sem María bar í fjárhúsinu? Hann
kom til eignar sinnar og lians eigin menn tóku ekki við lion-
um. Hann liélt áfram, nýjar þjóðir, nýjar kynslóðir, upp aft-
ur og aftur til móts við hjarta mannsins, hér var liann á Is-
landi í þúsund ár, í þúsund ár „hjálpin sama, Jesú guðdóms-
mynd“. Færist liann nær eða fjær, fara áhrif hans vaxandi
eða þverrandi, fjölgar þeim eða fækkar, sem hlusta, þegar
hann talar, lilýða, þegar hann kallar, þiggja, þegar liann vill
hjálpa?
Löndin hin á hnettinum hafa færst nær og enda aðrir hnettir
líka, en ríkið lians, færisl það nær yfir Islandi?
Leið þess ríkis frá liimni til jarðar liggur ekki um líflaust
rúm og geim, það flyzt ekki með geimskotum og gervilmött-
um, ekki einu sinni á englavængjum, leið þess liggur um
hjörtu manna, það flyzt frá lxug til hugar með orðinu frá
Guðs hjarta, orði kærleikans, sem er Jesús Kristur, orði fagn-
aðarins og friðarins í honum, sem liann hefur falið kirkju
sinni að boða. Ríkið lians fæðist og byggist upp við lifandi
snertingu anda lians og anda manns.
En þessi snerting krefst sinna skilyrða frá mannsins hlið, og
frumskilyrðið nefnir Jesús í uppliafi Fjallræðunnar, og það er
— fátœkt. Misskildu mig ekki, hann á ekki við fátækt hvers
kyns, liann talar um fátækt andans. Hver er fátækt andans?
Auðmýkt fyrir undri lífsins, stóru, djúpu, ábyrgðarmiklu, auð-
mýkt frammi fyrir undri þess að vera til, raunsætt mat á að-
stöðu hins veika, synduga, dauðlega manns, viðurkenning þess,
að „án Guðs náðar er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjálp-
arlaust“.