Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 14
60
KIRKJURITIÐ
LHS þarf að safna 50 milljónum (ísl. króna) í þessu skyni.
Síðustu árin höfum vér þó unnið mest austur í Hongkong. Þar
búa nú um 3,5 milljónir manna. Flóttafólkið flæðir þangað
frá Kína. Samhliða ágætri aðstoð landstjórnarinnar störfum
vér þar að matvælagjöfum, sjúkrahjálp, húsnæðismálum, verk-
kennslu og lýðfræðslu. Boðun fagnaðarerindisins er þó að
sjálfsögðu slagæð þessa alls. Þegar litið cr til berklanna, hung-
ursins, atvinnuleysisins, húsnæðisleysisins og vonleysisins, sem
við er að glíma, getur svo virzt sem þessi hjálparstarfsemi sé
aðeins eins og dropi í liafinu. En samt göngum vér þess ekki
duldir að þessi dropi hefur þrátt fyrir allt, bjargað mörgu-
mannslífi og endurlífgað það í þessari vonarsnauðu veröld.
Þá höfum vér og mikið með höndum í landinu helga. Bæði
í Jerúsalein og sveitahéruðum Jórdaníu eru fjölmargir min'n-
ingastaðir, sem leiða hug vorn að viðburðum þeim, sem Biblían
greinir frá. Starfsemi vor þar heyrir til liinnar þriðju greinar.
3. Aðstoð við vanþróuð lönd og flóttafólk.
Með hverju ári liefur það orðið æ meira knýjandi að kristin
kirkja henti á þörfina og beitti sér fyrir hjálparstarfi á þess-
um sviðum. Er það og beint framhald þess starfs, sem trúboðs-
stöðvarnar liafa Iiaft með höndum. Ásaint flóttastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna, starfrækjum vér liinn stóra Ágústu-Viktoríu-
spítala í Jerúsalem — með um 300 sjúkrarúmum — og enn
fremur mikla umferðasjúkrahjálp. Er unnið að aukningu þess-
arar starfseini. Og nú er einmitt verið að vinna að byggingu
verknámsskóla, rétt fyrir utan Jerúsalem. Þar verður heima-
vist fyrir 120 nemendur.
Hliðstætt starf ynnum vér af liöndum til aðstoðar alsírísk-
um flóttamönnum í Túnis og Marokkó. Er það í náinni sam-
vinnu við flóttamannanefnd Sþ. og Bauða Krossinn. Nú er
einnig liafinn nýr þáttur í Alsír sjálfu. Þar hefur „kristin
hjálparnefnd“ liafið baráttu gegn sjúkdómum, hungri og
menntunarleysi, sem þjakar liina þrautpíndu íhúa þessa lirjáða
lands.
Hvernig öflum vér peninga til þessa og margs annars?
Vér leitum til allra presta og safnaða um samskot. Þá skipu-
leggjum vér skyndi-fjáraflanir innan livers biskupsdæmis til
styrktar ákveðnum verkefnum. Ennfremur er leitað aðstoðar
stofnana, skóla og góðgjörðafélaga. Einu sinni á ári sendum