Kirkjuritið - 01.02.1963, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.02.1963, Blaðsíða 18
64 KIRKJURITH) Þegar sagt er:„/yrir trúna einaíi, er átt við það sama og Páll á við með orðunum „ jyrir trú án lögmálsverka“. Hins vegar neitar Lúther ekki gilili kærleikans og verkanna. Aðeins eru þau fánýt til frelsunar; maður getur verið ágætur lilaupari, þó að liann sé ekki sundmaður og gæti því ekki bjargað sér úr vatni. Lúther segir m. a. gegn hinni kaþólsku kenningu uin kærleik og trú, tides cliaritata formata: „Þegar manni er sagt, að liann eigi vissulega að trúa á Krist, en að trúin réttlæti ekki fyrr en ,,lögun“ liennar sé til komin, nefni- lega kærleikurinn, fellur hann þegar frá trúnni og liugsar: Réttlæti trúin ekki án kærleikans, er trúin óvirk og gagns- laus og kærleikurinn réttlætir einn; því að trúin er ekkert, sé hún ekki löguð (mótuð) og prýdd af kærleikanum“. Þetta er alveg rétt hjá Lúther, því að hér er um tvennt að ræða, annað livort jyrir trúna eina eða kœrleikann einan. En liefur nokkur svo miklum kærleika á að skipa? Hver er svo ríkur af góðum verkum, að vegi upp syndina? Ef vér eig- um að verða sáluhólpnir fyrir verkin, þ. e. fyrir kærleikann, er úti um oss. En nú liefur Guð sýnt oss þá náð, að liann rétt- lætir oss af trúnni einni án lögmálsverka. Það er fróðlegt að kynnast þeim rökum, sem Melanchton og Jústus Jónas draga fram í Játningarvörninni fyrir réttlætingu af trú. Skulu hér tekin dæmi, þó ekki ávallt orðrétt. Melanchton liafði sainið Ágsborgar-játninguna, en kaþólskir guðfræðingar andmælt. Þá skrifaði Melanchton Játningar- vörnina, á latínu, en Jústus Jónas þýddi á þýzku og jók nokkru. Kaþólskir fyrirdæmdu lútherska fyrir að kenna, að menn verði hólpnir af náð vegna Krists fyrir trúna án nokkurrar eigin verðskuhlunar. — Af náð, vegna Krists, fyrir trúna. — Lúthersk- ir menn neita því, að menn fái fyrirgefningu syndanna fyrir eigin verðskuldun, en sta&haifa, að menn fái fyrirgefningu syndanna fyrir trúna og réttlætist fyrir trúna á Krist. En kaþólskir höfnuðu báðum liðunum. Melanchton byrjar svo á því að greina milli lögmálsins og fagnaðarerindisins. Með lögmálinu á liann við boðorðin tíu, en ekki helgisiðalögmálið og réttarfarið. Kröfur lögmálsins eru svo lníar, að þær yfirstíga alla mannlega getu. Það lieimtar, að vér óttumst og elskum Guð af öllu hjarta, áköllum liann i allri neyð og treystum engu iiðru; séum þess fullviss, að Guð

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.