Kirkjuritið - 01.02.1963, Page 20
66
KIKKJUKITIÐ
verkmn og ávinnum eilíft líf. Þannig er Kristi burtu kippt;
því að um það er þagað, að vér fáum fyrirgefningu syndanna
af náð fyrir Krist án verðskuldunar frá vorri liálfu.
Síðan er lýst kenningu kaþólskra guðfræðinga um tvenns
konar verðskuldun (meritum de congruo og meritum de con-
digno). Fyrst kemur sú verðskuldun, sem samsvarar verkinu,
cn seinna sú verðskuldun, sem er fullverðug. Guð launar livert
verk eins og verðugt er með náð, og þá er komið upp á náð-
arþrepið, en eftir það er liægt að vinna til eilífs lífs. En vand-
inn er sá að vita, livort um er að ræða lægri eða æðri verð-
skuldun, en sá vandi kemur til sögunnar, þegar samvizkan
verður óróleg. Meðan allt leikur í lyndi er auðvelt að treysta
verðleikunum, en þeir fölna fljótt í sálarneyð. Þá liggur ekk-
ert fyrir nema eymd og örvílnun, nema fagnaðarerindið urn
Krist komi til bjargar með náð og endurlausn fyrir trúna
eina.
Lútlier lýsir þessari lægri og æðri verðskuldun kaþólskra
í skýringum sínuni á Gal. 2, 16: „Þetta felur í sér, að maður,
sem lifir í dauðasynd og án náðar, ávinnur sér samsvörunar-
verðskuldun (meritum de congruo), sem lilýtur náð að laun-
um, ef liann vinnur gott verk með góðuni ásetningi náttúr-
legs manns, les eða lilýðir messu, gefur ölmusu eða því um
líkt. Þegar bann svo befur unnið til náðarinnar með meritum
de congruo getur liann unnið verk með meritum de cóndigno,
sem verðskulda eilíft Iíf“. 1 fyrra tilfellinu er Guði ekki skylt
að launa, en liann er góður og réttvís, og sómir bonum því að
viðurkenna slíkt verk, þótt unnið sé í dauðasynd, og launa
með náð. En upp frá því er Guð í skuld við manninn og
réttarfarslega skyldur að veita lionum eilíft líf. — Þessi tröppu-
gangur til lífsins er liörmulegur skáldskapur, en annars er ekki
að vænta, þegar vikið er frá fagnaðarboðskapnum, enda segir
Lútlier: „Þetta er guðfræði Antikrists“.
Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á beiðarlegt líferni;
aðeins má ekki gera það að lijálpræði, sem varpi rýrð á
Krist. Góð verk eru góð á mannlega vísn, þó að þau standist
ekki fyrir Guði og afli ekki eilífs lífs.
Yér vinnum ekki til fyrirgefningar með verknm vornm og
erum ekki réttlátir í augum Guðs vegna ytri breytni. Vér get-
um ekki elskað Guð og lialdið boð lians, treyst lionum og þakk-