Kirkjuritið - 01.02.1963, Blaðsíða 23
KIR KJURITIÐ
69
Enn á þetta við um tilvist Guðs og sálarinnar. Engir verða
því nauðugir viljugir knúnir til að játa tilveru þeirra á sama
veg og unnt er að sanna þeim tilveru sýnilegra og áþreifanlegra
liluta.
Hitt er aðeins undarlegt ef þeir af oss, sem vilja telja sig
kristna, drögum þetta stórlega í efa. Því að trúin á Guð og eilíft
gildi mannssálarinnar er, ef svo mætti að orði kveða, sjálft
lífið í kristindóminum.
Væri unnt að lialda því fram að Kristur liafi talið þetta
'afasamt? Eða mundi Iiann hafa fallist á að það væri unnt að
trua á liann, þótt menn tryðu ekki á Guði? Og eins og Páll
segir rettilega að Kristur sé ekki upprisinn, ef ekki er til upp-
risa dauðra, er hitt gefið, að liafi Kristur risið upp ■— en á
því hyggigt kirkjan — þá rísa h'ka dauðir upp. „Moldin liverf-
llr aftur til jarðarinnar en andinn til Guðs, sem gaf hann“,
Sumir halda því fram, að kristin siðakenning skipti öllu
ruáli. Hún sé það skynsamlegasta, sem kunnugt sé í þeim efn-
uui og öllum nóg að læra hana og lifa eftir henni. Gallinn á
þpssari skoðun er sá, að öll siðakenning — þessi jafnt og aðr-
ar -— er lífbundin ákveðnum trúarskoðunum. Sagan sýnir
það og sannar að t. d. miklir valdhafar, sem afneita trú Krists
°S trúnni á Krist, virða ekki siðaboð hans meira en ef þau
'æru „hljómandi málmur og hvellandi bjalla“.
Eá virðist mörgum vera það undrunarefni, að vér íslendingar
®kulum ekki vera kristnari en vér erum eflir senn þúsund ára
starf kirkjunnar í landinu. Það er eins og þeir hahli að svo
u'Úi að vera komið fyrir löngu að allir fæddust kristnir hér-
lendis.
Eu hörnin fæðast nákvæmlega eins fákunnandi urn kristin-
'lóminn sem aðra ámóta lífsþekkingu nú og fyrr, þegar landið
v ar enn byggt heiðnum mönnum. Þetta hefur það í för með sér
‘Uð á öllum tímum er harizt um mannssálirnar bæði í verald-
legum og andlegum efnum. Þar koma jafnt stjórnmálamenn
°ÍI kirkjunnar þjónar við sögu.
Spurningin í dag er sú, hvort vér, sem teljum oss unna
rrkju og kristindómi — annað og meira — vér, sem höld-
uui því fram að það varði alla mestu og skapi þjóðinni örlög,
Wort Kristur sigri eða ekki — spurningin er sú, hvort vér
synum þessa trú í verki. Erum vér á undanhahli eða í sókn?