Kirkjuritið - 01.02.1963, Síða 24
70
KIRKJURITIÐ
Mér finnst vér sláum lielzt til mikið undan. Og megi það
þó livorki, né sé þess þörf.
Vér eigum bæði góðan málstað og vígstöðu. Hverjir liafa
háleitari hugsjónir á boðstólum? Hverjir hahla eins fram
gildi mannsins og telja lionuni fleira fært?
Og það er fleira en bláber trú, sem vér liöfum á höndun-
nm. Vér getum telft fram þeirri persónu mannkynssögunnar,
sem á sér undursamlegasta ævina og áhrifaríkastan dauð-
ann. Hann er engin goðsagnapersóna. Hann hefur valdið mestu
aldahvörfum sögunnar og er þrátt fyrir allt meira elskaður
og ákafar ásóttur en nokkur annar þann dag í dag.
Það er vafalaust engin ástæða til að æðrast hans vegna. En
mér vakir það í hug, sem ég vék að í upphafi pistilisins:
Hvernig er kristnilífi voru komið? Og livað' gerum vér til að
kristna vora kynslóð og lialda þann veg kristninni við í land-
inu — og helzt að auka hana.
I því sambandi vil ég minna á að kirkjan þarf á fleira fólki
að lialda m. a. sem sækir samkomur liennar. Kirkjurækni er
áríðandi trúboð. Og hún þarf þess líka við, að menn láti sér
annara um málgögn hennar eins og þetta rit. Það er unnt að
gera það vel úr garði og auka útbreiðslu þess, ef þeir, sem
vilja að vegur kirkjunnar aukist og kristnin verði áhrifaríkari
í þjóðlífinu ljá því lið í orði og verki. Þeim, sem engan
skilning hafa á þessu, að kirkjan þarf að vera í sókn en ekki
í vörn, livað þá á undanhaldi, og að hún á mikið undir trún-
aði þeirra, veldur það vart andvökum, þótt kalskellur séu á
kristniakri þjóðarinnar.
En nú hygg ég að raunar séu mörgum þessi mál hugfólgn-
ari en þeir gera sér ljóst, og að tómlæti þeirra um að leggja
þeim eitthvað að mörkum mest vanabundið. Ég vil því benda
á tvær leiðir, sem kristnir áhugamenn — styrktarmenn sams
konar rita og Kirkjuritsins fara víða erlendis. önnur er sú,
að margir kaupendur afla liver um sig a. m. k., eins nýs áskrif-
anda. Hin — að ýmsir gefa vinum og kunningjum áskriftar-
verð eins árgangs, til að kynna þeim ritið og vekja áhuga þeirra
á þeim málefnum, sem þar eru á baugi.
Mörguin verður slík vinargjöf kærkomin og hún liefur þann-
ig tvöfalt gildi.