Kirkjuritið - 01.02.1963, Side 26
72
KIItKJURITID
Máltæki segir, að þegar liús nábúans stendur í ljósum log-
um sé manns eigið í hættu. Mig langar hér til að vekja athygli
á greinum í sænska kirkjublaðinu (Yár kyrka) 2. og 3. thl.
þessa árs, um ofangreind mál. Fyrri greinin nefnist: Töfhi-
átið — þjóðarvoði? Upphafið er á þessa leið: „Andlegt heilsu-
far vort er orðid áhyggjuefni. Fjórði liver Stokkhólmsbúi og
fimmti hver maður úti á landi jiarfnast einhvers konar and-
legrar verndar. Alltof mikið hugsunarleysi ríkir varðandi út-
gáfu lyfseðla út á svefn- og taugameðul, og einnig deyfilyf“.
Þetta lætur A. Engel, landlæknir liafa eftir sér í blaðafregn.
Margir læknar taka í sama streng: Misnotkun taflna og
hinna og þessara lyfja grefur nndan andlegu og líkamlegu
heilsufari þjóðarinnar. Eina leiðin til að liamla á móti auk-
inni misnotkun er almennari fræðsla“.
Síðar er m. a. getið um eftirfarandi staðreyndir:
Árið 1962 gleyptu Svíar í sig töflur og alls konar lyf fyrir
um 4300 milljónir ísl. króna. ... Neyzlan vex um 125 milljónir
ísl. króna árlega. . .. Mest er neytt af alls konar örvandi og
styrkjandi meðulum og í öðru lagi ýmis konar róandi lyfjum.
Rannsóknir liafa leitt í Ijós, að fólk er óspart á að koma
öðrum, bæði vinum og vandalausum á bragðið og hjálpa þeirn
um slík lyf, ef svo ber undir. 25 af hundraði taka einu sinni
á viku inn meðul, sem þeir kaupa án læknisráðs. 33 af hundr-
aði víkja út af fyrirmælum læknanna. Næstum annar liver
maður er svo hirðulaus um þessi meðul, að börn og ungling-
ar geta liæglega náð í Jiau og vanið sig á Jiau. Þetta er að
verða sænskt Jijóðarböl, sem krefst nýrra aðgerða: lækna,
presta og sálfræðinga. Ekki sízt sakir þess að tala sjálfsmorða
og tilrauna í þá átt liefur fimmfaldast síðan 1946.
Ég læt Jiessar tölur tala að siniii. . . . Þessi hróp ætti ég
heldur að segja.
önnur viSvörun
Hún er sótt í janúarhefti World Christian Digest. Amerísk-
ur siðfræðiprófessor og starfandi sálfræðingur, dr. Hermann
Keiter, lýsir þar átakanlegu dæmi um sálsýki. Hann segir í
greinarlok:
„Vér kristnir menn ættum að kynna oss bæði einkenni geð-
sýki og möguleika geðverndar. Þetta er ekki fátíð meinsemd.