Kirkjuritið - 01.11.1966, Page 18

Kirkjuritið - 01.11.1966, Page 18
400 KIRKJURITIÐ 7. gr. Uiskupar skulu lialda prestastefnu ár hvert, hver í sínu biskupsdæmi. Reykjavíkurhiskup hoð'ar til allsherjar prestastefnu, þegar biskuparáð ákveður, að slík prestastefna skuli haldin, og er forseti hennar. 8. gr. Biskupar skulu vísitera biskupsdæmi sín eigi sjaldnar en svo, að þeir fari um allt biskupsdæmið á þremur til fimm árum. 9. gr. Biskupar taka laun úr ríkissjóði og eiga rétt til embættishústaðar. Þeim skal veitt liæfilegt fé til embættiskostnaðar og risnu. Kostnaður við vísitazíuferðir, vígslur og ferðir vegna biskuparáðsfunda greiðist úr ríkissjóði eftir reikningi, sent kirkjumálaráðherra úrskurðar. 10. gr. Sjóðir, sem eru í eigu kirkna eða gjafasjóðir og aðrir slíkir sjóðir, sem bundnir eru ákveðnu biskupsdæmi, eins og þau verða samkvæmt þessum Iögum, skulu vera í umsjá þess biskups, sent lilut á að máli. Heimilt er að lána úr sjóðum þessuin til kirkjulegra þarfa í öðrum hiskupsdæmum, ef reglugerðir inæla því eigi í gegn og biskuparáð sam- þykkir. Biskuparáð fer með yfirstjórn almennra santeiginlegra sjóða kirkjunnar. 11. gr. Núverandi vígslubiskupaembætti sktilu lögð niður, þegar skipaðir eru biskupar samkvæmt þessum lögum. 12- gr- Með lögum þessum er úr gildi numin 3. gr. Iaga nr. 47 frá 6. nóvember 190' um laun prófasta, lög nr. 38 frá 30. júlí 1909 um vígslubiskupa, lög nr. 2l frá 27. júní 1921 um biskupskosningar, svo og önnur ákvæði, er fara í bágf við þessi lög. Akvæði til bráðabirgða. Núverandi biskup Islands á rétt á að setjast í livert biskupsdæmið, sem liann kýs. Aft’ lokinni fyrri umræSu var Jiessu frumvarpi vísað til allsherj- arnefndar. Htin skilaði áliti sínu 12. okt. o;i var önnur umrseð11 daginn eftir. Nefndin gerði ýmsar tillögur til breytinga á fr' og við 2. umræðu komu fram breytingatillögur frá þingniönn- um. Þórður Möller flutti till. um að vísa málinu til milliþing3’ nefndar til frekari undirbúnings. Tók hann tillögu sína aftm- er prófessor Björn Magnússon flutti svobljóðandi tillögu:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.