Kirkjuritið - 01.11.1966, Page 34

Kirkjuritið - 01.11.1966, Page 34
416 KIRKJUIiITin að enginn maður veit nema brot af sannleikannm í öllum efn- um, og vilji því, eins og þeir, kanna hvort ekki er á sameigin- legan Iiátt liægt að komast iign lengra í þekkingunni og notkun hennar. Einstaka sinnum Iiefur örlað á svona viðræðum hérlendis, en alltof sjaldan og í of smáum stíl. En engin skynsamleg ástæða er til að ætla að það þurfi að vera nokkuð ókleifara hér en vestan hafs og víðar í veröldinni. Ættum vér ekki að liefja til- raunir í þessa átt og vita livort þær lireinsa ekki ögn loftið og greiða frekar flækjurnar en ýmist stöðugt rifrildi eða tortrygg' inn þumharaháltur? Trú og vísindi. Enskur vísindamaður Bryn Bridge, skrifar grein um þetta efni í CEN. Hann telur enga meinbugi á því að livaða vísindamaður sem verkast vill geti verið einlægur og áhugasamur kristinn trúmaður. Nokkrir liáværir trúleysingjar í liópi vísindamanna hafa villt um fyrir fólki í þessum efnum. Margir fremstu vís- indamenn á síðustu öld voru lieitir trúmenn. Davy, Joule, Kelvin, Faraday, Clerk-Maxwell og J. J. Thomson. Könnun hafi leitt í ljós að tala trúmanna meðal vísindamanna sé nú a dögum hlutfallslega alls ekki lægri en meðal annarra stétta. Engir vísindamenn munu vera bókstafstrúarmenn í venju- legri merkingu, en þeir séu líka fáir almennt talað. Hann segir að kraftaverkin liafi aldrei verið sér neinn þyrnir í augum. Enginn vísindamaður muni láta sé til liugar koma, að svo fremi að Guð sé til, sé honum útilokað að gera kraftaverk. Ixraftaverk er kraftaverk. Það verður því ekki skilið. Hitt se annað mál að fyrr og síðar hafi verið oftrú á kraftaverkum og margt ranglega til þeirra talið. I greinarlok víkur Bridge að þeirri ásökun á hendur vísinda- manna að þeir hafi framleitt gjöreyðingarvopn. Hann kveður söguna sanna að menn hafi aldrei skort vit né vilja til að drepa hvern annan, þegar þeim bauð svo við að horfa. Þeir lijuggu, hengdu, brenndu og krossfestu hver annan. Píndu hver annan og limlestu miskunnarlaust. Nú er að vísu unnt að gjör-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.