Kirkjuritið - 01.11.1966, Síða 46
428
KIRKJUItlTlÐ
Eitt var Jió gott, þau lærðu að vera liljóð og prúð, þótt ótaliu
séu ])au, sem varð slík kyrrsetustund algjör ofraun og fvllti
jafnvel hjörtu þeirra og hugi uppreisn og óbeit á Jjví seni
annars átti að vera helgast og dýrmætast.
Þannig verkuðu of oft hinir löngu og óskiljanlegu Jónsbók-
arlestrar og Jjreytandi ræðuþrugl margra predikara, sem álitu
sig vinna Guði Jjarft verk með því, að halda fólki þessu seni
lengst í köldum og oft óvistlegum kirkjum, sem voru meira að
segja hættulegar heilsu og lífi, ekki sízt sofandi eða grátandi
barna, sem áttu að sitja grafkyrr í kulda og „trekki“.
Nú er þetta úr sögunni að öllu eða mestu leyti. En sanit
eimir eftir af Jieim misskilningi og harðýðgi gagnvart barns-
sálum, að ætla þeim sams konar form og aðferðir við guðsþjón-
ustur og fullorðnu fólki. En þá liöggur sá, sem hlífa skvldi, ef
svo er að farið.
Leyfið börnunum að koma til mín, sagði Kristur og þar
mætti Jjeim ekki harðýðgi, bönn og skilningsleysi, heldur tók
hann J)au í faðm sér og blessaði þau. Síðan, þegar hann sá
gleðiljómann í brosum Jieirra og augum, sneri hann sér til
fullorðna fólksins og sagði:
„Sá, sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn mun alls
ekki inn í það koma.“ Eins og barn með fögnuði, fegurð, til-
hlökkun og aðdáun. En þannig koma börn til sinnar guðs-
þjónustu, ef rétt er að farið. Og þannig verður sáðkornum
guðsríkis sáð í hjörtu Jjeirra sem hinn bezta andlega jarðveg,
sem unnt er að fá.
Blærinn yfir bamaguðsþjónustu verður að vera frjáls, hlýr
og glaðlegur, eiginlega skemmtilegur. En samt verður að ríkja
hljóðlátur hátíðleiki, sem bezt næst með stöðugri eftirvænt-
ingu og áhuga á viðfangsefninu eða viðfangsefnunum, því að
J)au Jnirfa að vera mörg þótt allt stefni að sama marki: Þekk-
ingu á Jesú Kristi og kærleiksboðskap lians, sannleika haiiS)
speki og fegurð.
Stærsta, kannske eina synd stjórnanda við barnaguðs])jon-
ustu er að vera leiðinlegur. Og vel skal ])að munað. að börn
sjá fljótlega gegnum allan uppgerðarhátíðleika. Annar ljóður
á ráði stjórnandans er að vera langorður. ÖIl mælgi og mærð
skyldi útilokuð á barnasamkomum yfirleitt. Þess vegna er bezt