Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Page 30

Kirkjuritið - 01.04.1970, Page 30
172 KIIiKJUIUTin Enn gefast slíkir brautryðjendur og hetjur. Einn í Jieim hópi er Dom Helder Camara (f. 1909), erki- hiskup (1964) í Recife í Norður-Brasilíu. Hann liikar ekki við að lialda því fram að koma verði á róttækum uinbótum, en hallast livorki að ofheldisaðgerðum né aðhyllist kommún- isma. En hann stendur með þeim fátæku. Lægstu daglaun eru um 80 kr. ísl. í orði kveðnu, en vinnunni Jiannig liagað að tvo daga tekur að vinna fyrir þeim og millj" ónir manna eru ýmist atvinnulausar eða liafa stopula vinnu. Hve lengi líðst slíkt? Vegna sérréttinda kirkjunnar annars vegar og aðgerðar- leysis hennar á hinn bóginn fer heimsliyggjan sívaxandi í land- inu. Afturhaldsmenn og sérréttinda hópar em kirkjunni lilið- liollastir. Almenningur snýr nú orðið við henni baki. Prelátum og prestum má líkja við setulið í kastalavígi. Á stöku stað rofar til. Kirkjuyfirvöldin í Chile og Ecuador hafa úthlutað bændum nokkrum jarðeignum í tilraunaskyu1, Dom Helder segir: „Það eru 230 biskupar í Brasilíu. Enn fylgja mér aðeins 30. Við höfum lagt til að gerðar verði ákveðnar úrbætur. Tími yfirlýsinganna er liðinn og nú gildir að híta hendur standa fram úr ermum. Úrval æskulýðsins segir sundur með okkur, og sér ekki aðra leið færa en grípa til ofbeldis. Við verðum að þjarma að stjórninni og „stór- eignamönnum“, með siðferðiskröfum af okkar hálfu. Hreyf' ing okkar er enn nafnlaus, en ég vil kalla liana FORJA þ. e> Forca do Justicía e Amor (Máttur réttlætisins og kærleikans- Forja þýðir smiðja) Ofbeldisleiðin er útilokuð ... Nýtt Kúbu eða Víetnamástand kemur ekki til greina . . . En öldum saman liefur kirkjan boðað að sumir séu fæddir til fátæktar, aðrir til ríkidærnis að vilja Guðs. Fátæklingarnir verða að öðlast skilning á þvl að fátæktin er ekki vandamál Guðs, heldur okkar, og það er verkefni okkar að lierja á liana og kveða liana niður.“ Réltlœti og kœrleikur Kirkjan liefur alltaf boðað kærleikann. Ef til vill aldrei fra því á fyrstu öldunum almennar og einlægar en nú. Hér á ís' landi ekki sízt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.