Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 7
Jesús er ekki
hinn eini,
er horfið hefur aftur
úr dauðanum ...
Viötal það, er hér birtist, var fyrst prentað í Páskablaði dagblaðsins
Dagen í Bergen. Ritstjóri Páskablaðsins EIVIND-B0RNAR HETLEVIK,
mun hafa efnt til þessa viðtals í tilefni páska, en jafnframt e. t. v. vegna
þess að ALEX JOHNSON lét af biskupsembætti nú í vor. Vakin skal á
þvi athygli, að nokkuð hefur áður verið sagt frá biskupinum og ætt hans
hér í Kirkjuriti, en hann rekur að nokkru ættir til íslands. Þeim, sem
forvitnast vilja um hann, skal bent á Utanstefnusögu í 2. og 3. hefti
Kirkjurits 1974.
Þau sjónarmið biskupsins, er hér koma fram, ber að sjálfsögðu ekki
að líta á sem nein vísindi, þótt hann sé lærdómsmaður. Fyrst og fremst
er hér um að ræða frjálslegt spjall manns, sem byggir upprisutrú sína
einungis á vitnisburði Ritningarinnar. Það, sem Ritningin segir ekki frá,
skiptir að vísu kristinn mann litlu máli, en honum er frjálst að gera sér
eitt og annað í hugarlund.