Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 20
inglegra trúarhugmynda og hefur vafalaust verið talsvert útbreidd á dög- um Krists. En ekki er heldur vafi að alllöngu fyrir daga Krists fór að bera á trú á framhaldslíf í svipuðum skiln- ingi og kristnir menn hafa löngum lagt í það hugtak. í ýmsum hebreskum rit- um frá því fyrir daga Krists má verða var þeirra hugmynda að Sheol sé að- eins dvalarstaður hinna ranglátu og ó- guðlegu, en að Paradís sé bústaður hinna réttlátu og frelsuðu. Annað heiti á Paradís mun einnig hafa verið til: faðmur Abrahams. Samkvæmt þessari trú var sál hvers einstaklings þegar í stað eftir dauðann leidd fyrir dóm og örlög hennar og framtíð ráðin. Með þetta í huga verður skiljanlegt hvað Jesús átti við þegar hann í alkunnri dæmisögu talar um ríka manninn sem eftir dauðann hóf upp augu sín í Helju og fátæka manninn sem borinn var af englum í faðm Abrahams. Hér hljóta einnig að koma í hugann orð Jesú við ræningjann á krossinum: ,,í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ Hér virðist eðlilegast að álykta að Jesús hafi að- hyllst og staðfest með kenningu sinni hugmyndir um framhaldslíf sem uppi voru fyrir hans daga og einnig á hans dögum. Voru þessar hugmyndir tilkomnar vegna einhverrar helleníseringar á gyðingdómnum fyrir daga Krists? Var Kristur sjálfur ánetjaður villu einhverra reikunarmanna sem leitað höfðu sér huggunar í sjálfsblekkingum hellenskr- ar trúarheimspeki? Hér er ekki rúm til að rökræða slíka hluti, en ekki eru allir guðfræðingar sammála um að hér hafi framandi áhrif verið að verki. Hitt er ekki síður líklegt að hér hafi verið um sjálfstæða þróun að ræða eða út- víkkun trúarhugmynda meðal Gyðinga sjálfra. Hugmyndir frumkristninnar um þessi efni hafa vafalaust einkennst mjög af voninni um nálæga endurkomu Krists og upprisu alls holds. En bæði í Nýja- testamentinu og öðrum frumkristileg- um ritum má jafnframt greina trú á það að örlög einstaklingsins séu ráðin þegar eftir dauða líkamans og að sál hvers einstaklings lifi strax eftir dauð- ann. Hér mætti líka vitna í rit kirkju- feðra til að sýna að trú á almennt fram- haldslíf þegar eftir dauðann hefur þótt hrein trú á þeirra dögum. Ég bendi í því sambandi á 109. grein í Enchiridi- on eftir heilagan Ágústínus þar sem hann talar um ástand sálnanna eftir líkamsdauðann og til hinnar endan- legu upprisu. Einnig mætti benda á greftrunarsálma Efraems hins sýr- lenska sem þótti dugandi rétttrúnað- armaður á sinni tíð. Enginn þarf að vera í vafa um hvað lútherskur rétttrúnaður hefur um þetta efni að segja. Við erum auðugir, ís- lendingar, að eiga tvö rit sem að skír- leik í framsetningu taka fram flestu öðru sem ritað hefur verið á sviði ev- angelískrar trúfræði. Þau rit eru Pass- íusálmarnir og Barnalærdómur Helga Hálfdánarsonar. í hinu fyrrnefnda standa þessar hendingar: „Út borið lík mitt liðið leggst og hvílist í friði. Sál fer til sæluranns.“ Í Barnalærdómi Helga, greinum 161—162 segir svo: ,,í andlátinu skilur sálin við líkamann. Líkaminn deyr og 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.