Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 40
inga um ,,val“ einstaklingsins virðist mér hæpið. Ég get ekki ,,valið“ að trúa á Krist. Hins vegar getur hann „valið" mig, lagt mér í brjóst yfirbót, rétta iðrun og hreina trú, svo að enn sé óbeint vitnað í Hallgrím. En annað er jafn Ijóst: Þá fyrst get ég vænzt þess, að Kristur í raun hafi valið mig, þegar ég finn trúna lifandi í brjósti mér. Viðbrögð mín skipta þvi máli, ráða úrslitum. — Nú kynni einn að telja mig halda fram kalvínskri fyrirhugunarkenningu. Annar gæti komið hlaupandi og ákært mig fyrir ,,synergisma“ að kaþólskri fyrirmynd! — Þá það. Það, sem ég hér hef nefnt, er til- verustaðreynd kristins manns, — hvort tveggja. Má einu gilda, hvað finna má af undarlegum kenningum til að klína utan á þessa staðreynd. Hér erum við á mörkum hinnar örðugu spurningar um viljafrelsi mannsins, en yfir þeim vanda hefur margur góður drengur setið sveittur bæði fyrr og síðar. Ætla ég ekki að skipast í þá sveit ótilneydd- ur. Hitt er ekkert efamál: Þar sem lif- andi trú á Krist er að finna í brjósti mannlegrar veru, hefur einstaklingur verið útvalinn af Kristi. Þá vaknar spurningin um útvalningar/cenn/ngi/. Þá vaknar og spurningin um þann mann, sem ekki er útvalinn, heldur glataður. Og þar með er spurt um glöt- urtarkenningu. Mig langar að hætta á að svara þessum spurningum í örstuttu máli fyrst: Útvalning og glötun eru ótvíræð- ar tilverustaðreyndir. Útvalningar/cenn- ing og glötunar/cenn/ng eru fjarstæður, þegar þær eru skoðaðar af sjónarhóli persónulega kristins manns. Það fer ekki á milli mála, að mað- ur, sem á sér Krist sem „hinsta áhuga- mál“ er útvalinn af Kristi. Þar er um að ræða óvéfengjanlega tilverustað- reynd. Persónuleikinn í heild er altek- inn af Kristi. Með tilvísun til ótalinna ummæla Krists fær hinn útvaldi og auðveldlega séð, hver það er, sem stendur að baki hamingju hans. Sama máli — en með neikvæðu forteikni — gegnir um þann mann, sem þráir að trúa og leitar Krists, en finnur hann ekki. Svo kann að fara fyrir honum, að hann upplifi glötun sína sem tilverustaðreynd. Hann kann að snúast gegn kristinni trú af ítrustu hörku. Innst inni vill hann trúa. En ár- angursleysi leitar hans að Guði verður honum eins konar „hinzta áhugamál." Þessi maður er glataður, — í tilveru- legri (tilraun til að þýða lýsingarorðið existentiel) merkingu þess orðs. Einn- ig það er óvefengjanlegt. Milli hans og Guðs er ekkert samband. Hann þjáist vegna þessa sambandsleysis. Sú þjáning verður uppistaða tilveru hans. Ég gat þess fyrr, að trú er ekki var- anlegt ástand, heldur barátta. Af sjálfu leiðir, að sami maðurinn getur hæg- lega upplifað hvort tveggja, glötun og útvalningu á mismunandi skeiðum æv- innar. Auðvelt væri að nefna dæmi um slíkt, úr bókmenntum eða kristnisögu. Þessi reynsla hvor tveggja er til- veruleg (existentiel) og algerlega per- sónubundin. Ég get vitnað um glötun mína og um frelsun mína. Þar er um að ræða játningu trúar eða trúleysis, sem einstaklingur ber fram. Útvalning 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.