Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 54
Uppeldishlutverk fjölskyldunnar hef-
ur og tekið miklum stakkaskiptum. Hún
er nú langt í frá allt að því einráð á
því sviði, eins og hún áður var. Breytt-
ir atvinnuhættir ráða hér einnig miklu,
t. d. vinna hvors tveggja íoreldris utan
heimilis, en einnig auknar menntun-
arkröfur, sem ekki er á valdi fjölskyld-
unnar að fullnægja. Ábyrgð á uppeldi
vaxandi kynslóðar er þá í síauknum
mæli falin uppeldisstofnunum, skólum
og barnaheimilum, en það vekur at-
hygli, að æ meiri áherzla er nú lögð
á uppeldishlutverk skólans, sbr. grunn-
skólalögin nýju. Þessi ríka áherzla seg-
ir sína sögu um veikari stöðu fjölskyld-
unnar á þessum vettvangi.
Þá má nefna verndarhlutverk fjöl-
skyldunnar, sem einn þátt fjölskyldu-
lífsins, sem breytzt hefur verulega. Áð-
ur var ekki í önnur hús að venda en í
skjól fjölskyldunnar, ef á bjátaði. Nú
er hins vegar að rísa af grunni vel-
ferðarsamfélag, sem leysir fjölskyld-
una af hólmi í þessu tilliti með al-
mannatryggingum, sjúkra- og velferð-
arstoínunum af ýmsum gerðum, og
félagslegri ráðgjöf.
Aðrar breytingar á hlutverki fjöl-
skyldunnar liggja einnig í augum uppi,
svo sem á vettvangi hvíldar og upp-
lyftingar, en þar hefur öflugur afþrey-
ingariðnaður, m. a. sjónvarp, höggvið
stórt skarð í hlutverk fjölskyldunnar.
Ekki er úr vegi að nefna að lokum
trúarlegt hlutverk fjölskyldunnar. Á
þessu sviði fjölskyIdulífs hafa og orð-
ið miklar breytingar. Heimilisguðrækni
er óvíða lengur stunauð og trúarlegt
uppeldi barna hefur að verulegu leyti
flutzt yfir á skólann og sunnudaga-
skóla kirkjunnar.
Þær breytingar á stöðu og hlutverki
fjölskyldunnar, sem hér hafa verið
raktar, eru eins og aðrar meiri háttat
breytingar í samfélaginu næsta aug-
Ijósar. Menn greinir vafalítið á um
ágæti þeirra, en til þess að meta það,
er nauðsynlegt að hafa gát á fjöl-
mörgum atriðum. Flestir munu þó vera
sammála um, að mörgu hafi verið
breytt til góðs. Má þar fyrst nefna
stór bætt heilsufarsástand fjölskyld-
unnar, bættan húsakost, stór bætta
möguleika til öflunar menntunar við
hæfi hvers og eins auk efnalegrar vel-
sældar, sem þrátt fyrir allt bölsýnis-
tal um ástand efnahagsmála, er vel á
veg komin að útrýma fátækt í þeirri
merkingu orðsins, sem fjölskyldur
genginna kynslóða þekktu af biturri
reynslu.
En þrátt fyrir augljós bætt ytri skil'
yrði fjölskyldunnar til farsældar, er
engan veginn jafn augljóst, að innan
vébanda hennar þróist fegurra mann-
líf en áður var. Ræður í því efni tví-
mælalaust miklu, að siðferðisstyrkur
manna hefur ekki vaxið að sama skapi
og bætt lífskjör.
Það kann að hijóma þverstæðu-
kennt, en svo virðist sem bættur hagur
auki á óánægju manna með hlutskipti
sitt í lífinu. Ein skýring á því fyrirbæri
virðist nærtæk, en hún er sú, að síauk-
in sölumennska neyzlusamfélagsins
grundvallast á því að halda að mönn-
um þeim boðskap, að það, sem þein
búa við, sé þeim ónógt. Siðferðis-
styrkur er samansettur úr ýmsum þátt-
um, en veigamikill þáttur er vafalítið
sá eiginleiki að kunna sér hóf, að hafa
þrek til þess að veita viðnám gegn
tafarlausri fullnægingu nýrra og nýrra
52