Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 80

Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 80
Gegn þessari röksemd má tefla fram þeirri tilgátu, að upphaflega hafi skírnarfrásögnin ekki haft neitt sam- band við Sálm. 2:7 og að Jesús hafi verið ávarpaður þjónn Drottins fremur en sonur Guðs. Þannig hafi tilvitnunin í Sálm. 2:7 í sögunni verið túlkunar- viðbót fornkirkjunnar og sé engan veg- inn frá Jesú komin. Þessi tilgáta er á veikum grunni reist. í skírnarfrásögn- inni er lítil sem engin áherzla á Mess- íasareðli Jesú, og ef þess sér yfirleitt nokkurn vott í sögunni, þá er Messías- artignin afleiðing eða fylgitákn þess, að hann er sonur Guðs, en ekki öfugt. Sonarhugmyndin er æðsta túlkunar- mynd guðspjallanna á persónu Jesú, en Messíasartign hans er í öðru sæti. Tilvitnun í 2. Davíðssálm við þetta tækifæri þarf ekki að valda neinum ritskýringarvandræðum. Hún er þáttur í þeirri opinberun frá Föðurnum, sem átti sér stað í leynilegu samfélagi Jesú við hann og staðfesti samband föður og sonar. j þeirri opinberun fékk Jesús styrk sem Guðs sonur til að leysa af hendi hlutverk Messíasar og Drottins þjóns. Að því er varðar síðari flokk yfir- lýsinganna um Jesúm, þá hefur hann oft verið skilinn sem hellenisk lýsing á ,,guðmenni“. Miklar hetjur hafi verið taldar guðdómlegar, og í sögunum af útrekstri illra anda sé Jesús uppmál- aður sem slíkt ofurmenni. í samræmi við þetta á Guðssonarheitið að vera gefið Jesú til þess að skýra mikilvægi hans út frá helleniskum hugmyndum. Enda þótt svo væri raunin, hnekkir það í engu röksemdafærslu þessarar greinar. Einungis væri um að ræða helleniska umtúlkun á hugmyndum, heimildunum. Hitt væri í meira lagi vafasamt að halda því fram, að sonar- hugmyndin um Jesúm stafaði að öllu leyti af helleniskum áhrifum, sem bor- izt hefðu seinna inn í heimildir guð- spjallamannanna. i rauninni stendur kenningin um hellenisk áhrif ekki á traustum grunnk Sögurnar um útrekstur illu andanna bera með sér gyðingleg einkenni, oQ engin hliðstæða finnst fyrir því i heim- ildum Gyðinga, að Guðssonarheitið sé notað á þennan hátt (Hins vegar finnst dæmi þess í Mk. 15:39, að heitið er notað að heiðnum hætti um „guðlegan mann“, — þó ekki þann, sem særir út illa anda). — Sú hugmynd, að sonar- heitið sé aukaatriði i þessum sögum og komi þar í stað einhvers eldra heitis, er tilhæfulaus getgáta. En hvað sem líður uppruna sonarheitisins ' nefndum textum, þá er víst, að þessi hliðarnotkun hugtaksins getur ekki hafa verið ákvarðandi um það, er Jesú var í upphafi gefið heitið „Guðs sonur“ V. Veigameiri rök gegn þeim skoðunum. sem hér hefur verið fylgt, mætti leiða út frá athugun á guðfræði frumkirkj' unnar. Vér höfum vitneskju um, að frumkirkjan tengdi guðlegt sonareðli Jesú við upprisu hans og uppstigm ingu (Róm. 1:3f, Post. 13:32f). Var þetta hin elzta notkun hugtaksins, og var það síðar heimfært upp á Jesúm a jarðvistarskeiði hans með því að láta þetta heiti gilda aftur fyrir sig? Eða hafði Jesús sjálfur átt frumkvæðið að notkun þess meðal lærisveinanna, sem minntust þess svo við upprisu hanS'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.