Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 24

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 24
kristindómur án trúar. ÞaS er stað- reynd að tómhyggjan hefur í vissum tilfellum leitt út í slíkar ógöngur. Jafnvel myndmál tómhyggjunnar getur verið varasamt. Ég skil vel hvað rektor er að fara með dæmisögu sinni um öldurhúsið og kirkjuna í niðurlagi greinar sinnar. Með slíku myndmáli er þó auðveldlega hægt að rekja sig áfram til þeirra vega sem yrðu til lítils farnaðar fyrir kristna menningu. Tillich og Bultmann hafa efalaust báðir óskað þess að gera hinn kristna boðskap aðgengilegri fyrir nútíma- manninn. Þeim guðfræðingum mun þó fjölga sem hafna aðferðum þeirra og telja að þeir hafi misst marks. Til- veruguðfræðin úreldist óðum eins og hvert annað tískufyrirbæri. Sú hreina trú sem óhætt er að hvetja íslenska presta til að boða hlýtur að eiga sér dýpri rætur en tískufyrirbrigði lífsleiðrar og órólegrar kynslóðar. Sú lind sem best nærir okkar trú er lind Biblíunnar sjálfrar sem ein er hinn sí- gildi mælikvarði hreinnar trúar. Þá hreinu trú þarf að vísu að boða með orðum sem hver ný kynslóð skil- ur. En þó skiptir mestu máli að við hvorki aukum við né tökum burt neitt af orðum hinnar helgu bókar og minn- umst varnaðarorða postulans að fram- ganga ekki með fláttaskap né falsa Guðs orð. Skrifað í Þykkvabæ á þrenningarhátið. Kristján Róbertsson. 22

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.