Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 36
nefnt, er þess aö vænta að Guð opin- berist honum að nýju. Hér mun óhætt að fullyrða, að við séum tekin að nálgast rætur tilveru- guðfræðinnar, sem svo hefur verið nefnd. Það orkaði lítið eitt skoplega á mig, þegar ég í dagblaði nýverið var ásakaður um að flytja boðskap, sem ekki tæki tillit til mannlegra efa- semda. i) Tilveruguðfræðin hefur — á sama hátt og tilveruheimspekin — með afar skýrum hætti dregið fram þann efa og þá tómhyggju, já þá ör- væntingu, sem einkennir þann tíma trúarlegrar upplausnar og fráfalls, sem við nú lifum. En tilveruguðfræðin geng- ur enn lengra: Hún bendir á jákvæðari hliðar efans og tómhyggjunnar: Efinn og tómhyggjan rífa niður hjáguði, og maðurinn stendur einn, — á berangri. En einmitt þar er hann færari en nokkru sinni um að heyra fagnaðarer- indið um Guðs ríki. Þess vegna geng- ur tilveruguðfræðin í lið með efanum og tómhyggjunni og kollsteypir traust- inu til mannlegra vitsmuna og mann- legs átrúnaðar, hvar sem því verður við komið, — en boðar í stað þess „absolute faith“, sem ég hef gerzt svo djarfur að þýða með orðum Hallgríms um „trúna hreinu.“ Þessi iðja er í góðu samræmi við evangelisk-lútherska hefð. Sjaldan gat meiri „niðurrifsmann" en Martein Lút- her. Hann braut ofan hjáguði róm- verskrar kirkju, einn af öðrum. Fyrst og síðast braut hann niður trúna á manninn, góðverk mannsins, vitsmuni 1) Sbr. enn grein sr. Þóris Stepnensen, Mbl. 16. mai. mannsins. Fyrir þetta varð hann óvin- sæll um sína daga, — meðal margra, — en ekki allra! Marteinn Lúther starfaði beinlínis í anda Krists. Sjálfur sundraði Kristur með ýmsum hætti hjáguðum samtím- ans, — ekki sízt þeim, sem byggðir voru á fullvissu um mannlega getu. i stað þess setti hann trú, — og aftur- hvarf. Af þessum sökum voru einnig hans vinsældir næsta blendnar! — Þó var hann ekki yfirgefinn af öllum. — Þann þátt tilveruguðfræðinnar, sem ég nú drap á, bar hæst í fyrri grein minni, bæði niðurrif hjáguða (árásin á spíritismann) og áherzla á efa og tóm- hyggju. Wð það verk varS ég að beita hörSum oröum. Það var reyndar hvorki gert af örlyndi né prakkaraskap, heldur að vandlega yfirveguðu ráði. Ég vænti þess líka, ef einhver les þau orð nú, kannski með lítið eitt meiri rósemi en í byrjun, að sá hinn sami muni upp- götva, að þau voru ekki að ráði innan- tómur gauragangur, heldur rækilega valin hvert um sig. Markvísi mun þau heldur ekki hafa skort, ef dæma má af viðbrögðum manna. Enginn skurðlæknir fjarlægir illkynj- aðar meinsemdir með þvi einu að strjúka sjúklingnum um vangann. Spíritisminn er illkynjuð meinsemd á líkama íslenzku kirkjunnar. Hann elur á hjáguðadýrkun og stendur beinlinis i vegi lyrir einni saman trúnni á Krist. Þess vegna hlaut hann að verða fyrir valinu, þegar reynt var að beita egg- járnum tilveruguðfræðinnar á vettvangi íslenzkra kirkjumála. Þess vegna hlaut og sviðinn undan hörðum orðum að verða hvað ákafastur einmitt í röðum 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.