Kirkjuritið - 01.04.1975, Síða 42

Kirkjuritið - 01.04.1975, Síða 42
orð úr fyrri grein, — og leggja á þau áherzlu. Þar segir m. a.: ,,Engar áþreif- anlegar líkur benda til þess, a3 til sé nokkurt lif handan grafar og dauða yfirleitt.“ Þessum orðum hefði ég get- að vikið til og sagt: Mér er ekki kunn- ugt um neinar raunvísindalegar sann- anir eða heimspekileg rök fyrir því, að menn lifi líkamsdauðann. Hef ég þó haldið uppi spurnum um slíkt árum saman, enda alinn upp í nokkurri virð- ingu fyrir spiritisma og kunnugur hon- um á uppvaxtarárum en síðar eftir þörfum, loks á fullorðinsárum áhuga- maður um guðfræði og trúarheimspeki. Hér væri freistandi að spjalla litlu nánar um þetta efni, svo sem um Faid- on eða ,,Parmenídes“ ellegar áþekk rit úr safni Platons, — nú ellegar þá um rit Sigurðar Nordals, „Líf og dauði.“ Sérstaka ástæðu hefði ég raunar til að dvelja litlu nánar við eilífðarhugtak hellenskrar heimspeki, eins og það er að finna í ritum Platons og arftaka hans. Ég hafði lengi sérstakt dálæti á þessari tegund hugsunar, lifði satt að segja upp á hana einhver ár. Þess vegna þótti mér það nokkrum tíðindum sæta, er ég frétti það frá Kirkjubóli í gær, að þetta eilífðarhugtak væri ,,einkaskoðun“ mín! En ég læt þetta allt bíða að sinni. — Síðar í títtnefndri kirkjuritsgrein minni er þessi orð að finna: En í hreinni trú er okkur það Ijóst, að við erum Krists um allan aldur, og að hann mun aldrei sleppa af okkur hendi sinni, hvorki i llfi né dauða. Þessi orð tjá þá von, sem er mér til- verustaðreynd, persónuleg trú. Ég á þessa von fyrir sjálfs mín hönd. Hún er byggð á trú á Krist og hann einan. 40 Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi (Jóh. 11:25). Og enn sagði hann: En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann, sem þú sendir, Jesúm Krist (Jóh. 17:3). — Við þessi orð og önnur áþekk bind ég von mína. Grundvöllur þeirrar von- ar er upprisa Krists, tjáning vonarinn- ar orð hans. Ég get engu svarað spurningunni: Hvað um alla hina? Hvað verður um þá, sem ekki trúa á Krist? Hvað verð- ur um þá, sem aldrei heyrðu hann nefndan? Ef ég réðist í að svara þeirri spurningu, ætti ég á hættu að hafna í þess konar frumspekilegum alhæf- ingum, sem ég vísaði á bug varðandi kenningar um útvalningu og glötun. Að mínu mati hentar það kristnum manni bezt að setja fram sem fæstar slíkar kenningar. Kristinn maður getur vitnað um þá persónulegu trú, sem er sú tilverustaðreynd, er hann lifir. En hann getur ekki talað fyrir hönd ann- arra, jafnvel þótt hann þekki þá. Sízt af öllu getur hann talað um enn aðra, sem hann aldrei þekkti, — og afdrif þeirra. En eitt getur kristinn maður gert, — og það gerir hann. — Hann felur Kristi hvern þann, sem horfinn er af þessum heimi: ,,Nú verður þú, Kristur, fyrir að sjá þessum bróður eða þessari systur. Nú er hvort eð er svo komið, að enginn fær gert neitt fyrir hann eða hana nema þú.“ Á þann hátt getur kristinn maður falið Drottni einstakan vin, hóp manna, jafnvel mannkyn allt. En hann hlýtur að leggja málið í hendur Krists, — í i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.