Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 52

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 52
tengd siðakerfinu. Meðal annars tek- ur hún siðakerfið til skoðunar, safnar sem mestum upplýsingum um tilurð þess og þróun, gætir að áhrifum ann- arra samfélagsþátta á mótun þess, svo sem trúar og vísinda, atvinnu- og efnahagsmála og stjórnmálaviðhorfa. Enn fremur hyggur siðfræðin að rök- vísi siðakerfisins, hvort einstakir efn- isþættir þess sem og kerfið í heild styðjist við skynsamleg rök. Siðfræðin lætur þó ekki staðar numið við þessa eða annars konar greiningu á siða- kerfinu. Greiningin er aðeins áfangi á leiðinni til hins eiginlega viðfangs siðfræðinnar, sem er að grafast fyrir um hvert sé áhrifavaldið að baki siða- kerfis eða einstakra siðaboða. Sið- fræðinni er þannig eiginlegt að spyrja: hvers vegna? Hvers vegna ber mér að hlýða tilteknu siðaboði. Vegna þess að skyldan býður mér það, vegna þess að hlýðni gagnvart því eflir almanna heill, vegna þess að það er Guðs vilji, að ég hlýðnist boðinu? Svo nokkur dæmi séu tekin. Kristileg siðfræði er réttilega nefnd kristileg fyrir það eitt, að hún rekur áhrifavaldið að baki siðaboðinu til vilja Guðs, eins og hann hefur verið gefinn til kynna í persónu og verki Jesú Krists. Af því leiðir m. a., að ó- réttmætt er, enda röskun á grundvelli kristilegs siðgæðis, að ætlast til þess, að sjálft siðakerfið, sem áður var rætt, verði kristilegt. Hvenær sem það er gert eru höfð hausavíxl á skaparanum og skepnunni. Siðakerfi, rétt eins og hið pólitíska kerfi eða efnahagskerfi, er í eðli sínu mannasetningar. Á hinn bóginn er sú tilhneiging rík, og þess eru mörg dæmi í sögu manns- andans, að leitað sé réttlætingar á tilteknu siðakerfi með skírskotun til guðlegs uppruna þess. Þannig hefur hver kynslóð kristinna manna af ann- arri talið sjálfri sér og öðrum trú um, að það siðakerfi, sem hún býr við, sé helgað af Guði og þar af leiðandi ó- hagganlegt. Það er einmitt þessi af- staða, sem villir mönnum sýn, þegar þeir ýmist halda uppi vörnum fyrir gild- andi siðakerfi, þannig að þar megi engu breyta, í nafni kristilegrar sið- fræði, eða hafna einstökum þáttum þess vegna kristilegs uppruna. Ég hefi gerzt svo margorður um muninn á siðakerfi annars vegar og siðfræði hins vegar vegna þess að fyrir liggur að ræða fjölskylduna í Ijósi kristilegrar siðfræði. En siðræn við- horf manna til fjölskyldunnar eru ein- mitt gott dæmi um þá rangtúlkun á eðli kristilegrar siðfræði, sem ég hefi gert að umræðuefni. Reyndar má benda á sem almenna viðmiðun, að því nálægari sem einhver stofnun samfélagsins er einstaklingnum, þeim mun ríkari verður tilhneigingin til að klæða þá stofnun í svonefndan kristi- legan búning. Þannig er algengt að talað sé um kristna fjölskyldu, jafnvel um kristinn skóla, en mun fátíðara að nefndur sé kristinn vinnustaður, eða kristin stjórnmál. Þessa stigmögnun kristilegrar helgunar frá samfélaginu til einstaklingsins má einnig skoða 1 Ijósi þeirrar túlkunar á kristilegu sið' gæði, að þar sé um að ræða einstakl' ingssiðgæði en ekki nema að mjöð takmörkuðu leyti félagslegt siðgaeði- Kristilegri siðfræði, sem á sér að undirstöðu opinberun Guðs vilja í Jes^ Kristi, er það framandi hugsun að telja

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.